Omega...er þetta betlistöð ? Hvað er 100 þús kall á milli vina ?

Datt inn á Omega á digitalinu hjá mér. Ég dokaði aðeins við og ætlaði að hlusta á fagnaðarboðskapinn sem þar væri boðið upp á.

En hvað var í gangi ? Betla peninga af hlustendum. Þáttarstjórnandi hefur nú í löngu máli útlistað fyrir mér að ég komist í Arnarhópinn ef ég snari 100 þúsundkalli inn á reikninginn hjá þeim. Svo gæti ég orðið tvöfaldur Arnarklúbbsmaður ef ég skutlaði í þá 200 þúsund kalli. Á meðan á þessu stóð sveiflaði þáttarstjórnandinn arnarstyttu.... að mér sýndist bandaríska þjóðarfuglinum.

Ég átta mig ekki alveg á þessum boðskap. Ég átta mig heldur ekki á því hvort þetta er bankareikingur guðs eða einhvers annars sem þarna ræður ríkjum.

Ég verð að viðurkenna að mér er eiginlega hálf bumbult eftir þessa lífreynslu að heyra harðfullorðinn mann taka í það hálfa eða eina klukkustund að sníkja peninga út úr fólki í óræðan og afar lítið útskýrðan málstað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Það sorglega við þetta rugl er að það er bláfátækt fólk að senda pening til Omega af hræðslu við að annars gangi ekki nógu vel hjá því í lífinu.

Marta Gunnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818141

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband