Spilling - spilling og aftur spilling.

Ný gögn sem Stund­in birt­ir í sam­starfi við The Guar­di­an og Reykja­vik Media sýna að Bjarni Bene­dikts­son, þáver­andi þingmaður og nú­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, seldi all­ar eign­ir sín­ar í Sjóði 9 hjá Glitni dag­ana fyr­ir banka­hrunið, eft­ir að hafa meðal ann­ars setið fund sem þingmaður um al­var­lega stöðu bank­ans.

Það eru vond tíðindi fyrir þjóðina að sjá að ráðamenn með innherjaupplýsingar hafi notað þær til að bjarga eigin skinni og ættingja sinna.

Engeyingar notuðu þær til að selja einhverjum milljarðaeign í sjóði sem er að fara á hausinn.

Þessi einhver sat uppi með sárt ennið.

Margir áttu um sárt að binda við fall Sjóðs 9, þar áttu þúsundir allt sitt sparifé og töpuðu því.

En núverandi forsætisráðherra bjargaði 50 milljónunum sínum og frændur hans enn meiru.

Kannski finnst Sjálfstæðismönnum í lagi að svona maður sé formaður flokksins, það er þeirra vandamál, en öllum öðrum er stórbrugðið.

Fjármálagjörningar þeirra fóstbræðra BB og SDG eru seint til fyrirmyndar og þeir báðir í framboði.

Það væri óhugsandi í öllum þróuðum löndum að svo væri með sambærilega stjórnmálamenn


mbl.is Seldi í Sjóði 9 dagana fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Össur Skarphéðinsson seldi líka bréf sín í sparisjóði fyrir 30 millur kortér fyrir hrun. 

Það var vitað í september að það hallaði undan fæti og flestir skynsamir fjárfestar með einhverja glóru reyndu að leysa út bréf sín. Fjöldi almennara borgara tæmdi líka reikninga sína og setti í vörsluhólf.

Hrunið hefur verið rannsakað í ræmur. Hér er ekkert ólöglegt né aiðlaust á ferðinni. Ef svo væri, þá væri það komið fram fyrir löngu.

Þetta upphlaup sýnir það eitt hvað vinstrimenn eru tilbúnir að leggjast lágt til að ræna völdum.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2017 kl. 10:46

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Viðskiptin hjá Sjóði 9 voru rannsökuð sem sakamál Jón Steinar.  Heldurðu að Illugi vinur Bjarna hefði hætt tímabundið á þingi á meðan á rannsókn stóð ef allt hefði verið löglegt sem þar gerðist? Aðeins bláeygir bjálfar eða siðblindar klappstýrur sjálfstæðisflokksins eru tilbúnar að eyðileggja eigin mannorð í vörn fyrir slíkan málstað.  Að rannsóknin á Sjóði 9 skilaði sér ekki sem tilefni sérstaks saksóknara til frekari skoðunar og ákæru er dæmi um hvað pólitísk ítök fá áorkað EF ÞAU BEITA SÉR.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.10.2017 kl. 11:55

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú vilt kannsi taka á Össuri svoa á meðan þú ert í ham?

http://www.pressan.is/Vidskipti/Lesavidskiptafrettir/ossur-seldi-i-spron-og-hagnadist-um-30-milljonir-bjo-ekki-yfir-neinum-innherjaupplysingum

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2017 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband