Ómerkilegur málflutningur Sjálfstæðisflokksins.

Páll Magnús­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir aldrei hafa staðið til að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn samþykkti þær skatta­hækk­an­ir sem fram komu í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar ör­fá­um dög­um áður en stjórn­in féll. Þetta kom fram í ræðu hans á kosn­inga­fundi flokks­ins í há­deg­inu.

Sjálfstæðismenn hafa farið mikinn og kallað samverkamenn sína í ríkisstjórninni föllnu, svikara.

Þeir hafa ekki átt orð til í eigu sinni af hneykslan.

En viti menn.

Nú upplýsa þeir að það hafi aldrei staðið til að styðja fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra.

Hverjir eru að svíkja hvern þegar það er skoðað.

Kannski voru þeir ekki síður svikarar við samráðherra sína í ríkisstjórn.

Reyndar eru þeir önnun kafnir við að þvo hendur sínar af óvinsælum áformum fráfarandi stjórnar.

Enn sannarlega upplýsir Páll Magnússon það með afgerandi hætti hversu ómerkilegur pappír Sjálfstæðisflokkurinn var í þessu stjórnarsamstarfi.

Það er enn og aftur þetta með bjálkann og flísina.


mbl.is Stóð ekki til að styðja eigin fjárlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meiri samkennd finnst fyrir barnaníðinga en flóttabörn sem hingað koma í leit að skjóli og vernd, í leit að heimili þar sem þau verða ekki sprengd í loft upp. Nei, börnin eiga ekkert erindi hingað segir Íhaldið, geti skyggt á jólagleði okkar barna. Banal og siðlaus framkoma þeirra sem tala hæst um kristin gildi. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.9.2017 kl. 19:30

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það verður áhugavert að heyra viðbrögð flokksformannsins og annarra þingmanna við þessu. Ég á erfitt með að trúa því að hann taki undir þennan málflutning. Vitanlega samþykkir ekki ríkisstjórn fjárlagafrumvarp nema hún ætli að styðja það. Menn verða auðvitað að gera sér grein fyrir því að stefnumál í kosningum og ákvarðanir samsteypustjórna fara ekki endilega saman því í slíkri stjórn verða allir að slá af eigin stefnumálum.  Þetta vita kjósendur, en óneitanlega verða loforð um engar skattahækkanir holari að innan þegar nýbúið er að boða þær í fjárlagafrumvarpi.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.9.2017 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband