Áhyggjuefni.

Það er stórkostlegt áhyggjuefni ef við höfum ekki efni á að halda úti landhelgisgæslu og getum ekki haldið úti björgunarþyrlum vegna fjárskorts.

Herðubreið er erfitt fjall og mikið um laust grjót og hættulegt að fara þar um með börur og fjölda manna. Að Landhelgisgæslan neiti aðstoð í svona tilfelli er umhugsunarefni og leiðir hugsun manns að því hvort við höfum ekki efni á að reka slíka þjónustu. Þetta var ekki spurning fyrir ári síðan..þeir hefðu mætt. En nú er reksturinn komin langt niður fyrir öll sársaukamörk og staðan því reglulega alvarleg.

Björgunarsveitir á Íslandi eru sjálfboðaliðasveitir sem byggja starf sitt og tækjakaup á sjálfsaflafé sem sótt er til almennings í landinu m.a. með flugeldasölu og fleiru í þeim dúr. Það er ljóst að við hefðum ekki efni á því að hafa hér þjálfaðar björgunasveitir í atvinnumennsku eins og er allstaðar erlendis.

En ef staðan er orðin þannig að við eigum ekki fyrir landhelgisgæslu og björgunartækjum er illa komið fyrir íslenskri þjóð.

 Maður spyr sig... hversu sjálfstæð er þjóð sem ekki hefur efni á að sinna og reka grunnþjónustu fyrir borgara landsins ??


mbl.is Neituðu að senda Gæsluþyrluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

.. ég hugsaði aðeins út í þetta á kaldhæðnislegan hátt..

Maðurinn var látinn.. til hvers þurfti þá neyðarþyrlu ?? 

Óskar Þorkelsson, 23.8.2009 kl. 17:02

2 Smámynd: Gísli Birgir Ómarsson

Til að minnka líkur á að tæplega 60 manns færu sér að voða að óþörfu Óskar minn....

Gísli Birgir Ómarsson, 23.8.2009 kl. 17:12

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég hef þurft að fara með menn á börum niður slíka hlíð.. slysahættan er mikil..  Björgunarsveitir vinna með öryggi mannskapsins að leiðarljósi og það var fullkomlega rökrétt að fá þyrlu... enda kom hún þó ekki væri frá Landhelgisgæslunni.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.8.2009 kl. 17:22

4 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Því miður er ástandið orðið hér á landi með þessa spillingarflokka við völd,það er hægt að sóa peningum í ICESLAVE sem við eigum ekki að borga og svo að dæla peningum í ESB málið þar sem við eigum alsekki að fara inn og tapa sjálfstæði okkar og á meðan svelta stofnanir hér því miður,þessa ríkisstjórn þarf að fara frá strax.Hér færi betur ef væri hægristjórn.....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 23.8.2009 kl. 17:49

5 identicon

Sammála. Er ekki löngu tímabært að segja sig úr Nató og nota þann pening í okkar sveitir. Frekar en að borga fyrir eitthvað málamynda loftrýmiseftirlit, svo hersveitir annara þjóða geti æft sig hér á okkar kostnað.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 18:39

6 identicon

Jón Ingi: góður pistill hjá þér.

Marteinn Unnnar: "Hér færi betur ef væri hægristjórn".  þú ert að grínast er það ekki?.  

Reynir Stefánsson (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 20:03

7 identicon

Landhelgisgælaunni ber að sjá um vörlsu landhelginnar og gæta sjófarenda.  Spurningin er hér hver á að sjá um sjúkraflutninga og löggæslu úr lofti yfir landinu.    Sé ekki alveg að þyrlur gæslunnar eigi að koma í stað sjúkrabíla.

Ágúst J. (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818146

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband