Að eyða orku í óraunhæfa umræðu.

Merkilegt hvað margir eru tilbúnir að hlaupa upp til handa og fóta eftir hvaða bulli sem er. Noregur og Ísland eru í eins nánu ríkjasambandi hægt er að hafa án þess að sameina ríki eða afsala sér sjálfstæði. EES samingurinn hnýtir þessar þjóðir vel saman ásamt hinum EFTA þjóðunum.

Að reyna að taka upp umræðu um sameiningu Noregs og Íslands umfram það sem þegar er orðin, er algjörlega óraunhæf umræða og flótti frá því að takast á við raunverulega valkosti.

Ef tryggja á framtíð Íslands í samfélagi þjóðanna og menn vilja auka möguleika okkar í alþjóðasamfélaginu ræða menn raunverulega valkosti en búa sér ekki til óraunhæfar flóttaleiðir sem byggja eingöngu á tilfinningalegum löngunum viðkomandi. Sumum finnst þægilegri hugsun að Ísland sé fylki í Noregi með norska krónu frekar en vera hluti af ríkjasambandi Evrópu með evru.

Hver er munurinn ?... sjálfstæðið er horfið í ríkjasambandi við Noreg en Ísland er sjálfstætt ríki innan ESB í hinu tilfellinu eins og Þýskaland, Spánn, Lettland, Finnland og 24 önnur ríki sem þegar hafa gerst aðilar að Evrópusambandinu.


mbl.is Þverrandi áhugi á ríkjabandalagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má vel vera að EES samningurinn hnýti þessar þjóðir vel saman en þú veist hvað gæti gerist ef Ísland gengur í ESB er það ekki?

EES eins og við þekkjum mun ekki mikið þekkjast ef Ísland fer í ESB vilja Norðemnn meina og Norðmenn vilja alls ekki að Ísland fari í ESB samkvæmt fréttum hérna því þá verður enn meiri pressa á þeim að fara í ESB.

Ekki skrýtið enda Noregur mun betur stæðari þjóð en sennilega flestar ef ekki allar evrópuþjóðirnar til saman og allir vilja fá eitthvað af þeim sem meira eiga. 

Ísland er og verður EKKI sjálfstætt innan ESB. Þvættingur endalaust í ykkur samfylkingar mönnum og helber lygi og þú veist það. Ég vona allavegana að þú sért ekki svo "naiv" að þú sjáir það ekki.
Þið hafið engar haldbærar sannanir fyrir því. Þetta eru getgátur og ekkert annað og samningastaða Íslands í dag er ein sú versta sem hægt er að vera í til að fara í ESB.
Þú kallar samstarf við Noreg flótta frá veruleikanum en hvað í ósköpunum er ESB annað en flótti frá veruleikanum?

Það er stór munur á því að ganga í ESB og að taka upp evruna eða ekki. Það er vissulega ekki skylda að taka upp evruna en ég á ekki von á því að Ísland haldi krónunni ef gengið verið í ESB enda hefur hún orðið fyrir varanlegum skaða og það sést vel ef stöðugleiki krónunnar er skoðaður síðan 1981.

Þannig að mér finnst vert að minnast á eftirfarandi ef evran verður tekinn upp í leiðinni:

Verðbólga mun stíga eins og gerðist á t.d. Spáni(ein sú versta sem Spánn hefur gengið í gegnum), í Þýskalandi, í Finnlandi, í Austuríki þar sem allt fór upp úr öllu valdi verðlega séð á meðan laun stóðu í stað þegar evran var tekinn upp. Ég veit það því ég bjó þar.

Í Hollandi fór allt til fjandans og það veit ég því ég vinn með Hollendingi sem flúði þaðan því kaupmenn sem aðrir með fyrirtæki hækkuðu verð um 25%-75% á almennri vöru með tilkomu evrunar.

Ef Ísland tekur upp evruna þá vil ég að samfylking verði dreginn fyrir mannréttindardómstól evrópu fyrir að gera mjög slæmt ástand enn verra.

En vinsamlegast gerðu mér einn greiða og svaraðu næstu 2 spurningum frá mér og endilega komdu með skýr svör og vel rökstudd því mér finnst að þú, maður í öllum þeim stöðum sem þú gegnir eigir að hafa þessi svör á kristaltæru.

Ætlið þið samfylkingarmenn og konur að koma í veg fyrir þessa verðbólgu ef evran verður tekinn upp?
Ætlið þið samfylkingarmenn og konur að sjá til þess að laun hækki í samanburði við þá gríðarlegu verðbólgu sem verður ef evran verður tekinn upp?

Júlíus (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 13:14

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

"Hver er munurinn ?... sjálfstæðið er horfið í ríkjasambandi við Noreg en Ísland er sjálfstætt ríki innan ESB í hinu tilfellinu eins og Þýskaland, Spánn, Lettland, Finnland og 24 önnur ríki sem þegar hafa gerst aðilar að Evrópusambandinu."

Jón, ert þú virkilega svo bláeygur að trúa þessu sem þú skrifaðir??

Benedikt V. Warén, 24.8.2009 kl. 13:21

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eigum við ekki að hætta þessum skotgrafahernaði... fara í viðræður og draga síðan ályktanir og taka ákvarðanir út frá því sem þar kemur fram... tími svona umræðu er liðinn og nú skoðum við mál og ræðum hluti og kjósum síðan um það sem fyrir liggur...segjum já ef okkur líkar það...nei ef ekki.

Hversu margar þjóðir af þeim 27 sem þegar eru í ESB telji sig ekki sjálfstæðar.. ?? örugglega engin þeirra.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.8.2009 kl. 13:25

4 identicon

Jón, af hverju getur þú ekki svarað þessum tveimur laufléttu spurningum sem ég lagði fyrir þig?

Miðað við mann í þinni stöðu þá hlýtur þú bara að hafa þessi svör á hreinu.

Viltu kannski meina að það hafi ekki orðið verðbólga í þessum ríkjum sem ég nefndi?

Júlíus (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 818137

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband