Faglegt fúsk - Leggja af flottræfilsháttinn.

Enn halda skemmdarverkin áfram. Það er ljóst að þessi Hummer er illa farinn og málningarvinnan á honum er ekkert sérstaklega fagleg svo maður kaldhæðinn.

Það er leitt að einhverjir telji sig vera að vinna einhverjum málstað gagn með skemmdarverkum og hefndum. Slíkt á ekki að viðgangast á Íslandi og við höfum alltaf vilja láta telja okkur með réttarríkjum og verið löghlýðin upp til hópa.

En maður verður víst að viðurkenna það að ef einhverjir eru þannig stefndir að vilja hefna sín á útrásarvíkingum er það mikil ögrun að aka um á Hummer sem telst sannarlega til einkennismerkja græðisvæðigar útrásarvíkinga eins og þyrlan hans Magnúsar í Eyjum og þotan hans Jóns Ásgeirs.

Ég ætla nú að leggja það til við þessa fyrrum úrrásarvíkinga að sýna meiri hógværð gagnvart ríkjandi ástandi og hætta að aka um á grobbbílum og fá sér notaðan Jaris... það dregur verulega úr möguleikum á að reiðir Íslendingar fái útrás á " eigum " þeirra.


mbl.is Málningu úðað yfir bíl Björgólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

.. Þetta hættir þegar stjórnvöld fara að taka á þessum glæpamönnum sem hafa rústað efnahag þjóðarinnar..

Óskar Þorkelsson, 23.8.2009 kl. 10:39

2 identicon

Bíddu nú við... varafulltrúi Samspillingarinnar að leggja til að útrásavíkinga vinir hans láti bara fara lítið fyrir sér og að fólkið í landinu láti bara yfir sig ganga á skítugum skónum - traðka á sér - án þess að gera nokkuð til að berjast á móti. Það að svona viðhorf tíðkast á Íslandi er ein af ástæðunum fyrir því að við erum komin í þá hörmulegu aðstöðu sem við erum í. Sonur Cæsars má innprennta þrælslund í sína eigin afkomendur en það eru greinilega fleiri og fleiri þarna úti sem vilja ekki láta traðka á sér möglunarlaust.

Jóhann (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 11:08

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

.. Þetta hættir þegar stjórnvöld fara að taka á þessum glæpamönnum sem hafa rústað efnahag þjóðarinnar..

Svona fólk finnur sér alltaf einhverja ástæðu til að fremja skemmdarverk, ef það er ekki útrásarvíkingur þá gæti það verið veðurfræðingur út af því að það var rigning.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 23.8.2009 kl. 11:15

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Doddi afhverju hafa þessi skemmdarverk þá ekki verið áður ? 

Óskar Þorkelsson, 23.8.2009 kl. 11:19

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jóhann minn... það er ekki djúpur skilningur þinn á skilaboðum þessa bloggs...  

Jón Ingi Cæsarsson, 23.8.2009 kl. 13:14

6 Smámynd: Einhver Ágúst

Ertu að biðja stuðningsmenn Samfylkingarinnar að sýna hógværð og lítillæti?
Væri ekki nær að næstspilltasti stjórnmálaflokkur landsins tæki til við að hreinsa til hjá sér og bjóða þjóðinni úppá heiðarleika sem sæmir fyrrum Alþýðuflokki?

Þetta hefur ekki verið neitt gósenland heiðarleika og löghlýðni, okkkur er nú frekar almennt í blóð borið að svíkja undan skatti, ofveiða stofna og ganga nærri náttúrunni og hvert öðru, þannig er nú hefðin allt frá því við flúðum frá Aarendal og vesturströnd Noregs við svipaðar aðstæður og í dag.

Hvern ert þú að blekkja? Kjördæmi þínu finnst td alveg sjálfsagt mál að setja Vaðlaheiðargöng í fyrsta sæti fyrir samgöngumannvirki á landsvísu, og það þrátt fyrir hörmulegt ástand vega á nær öllum vestfjörðum(við erum að tala um leirslóða) og fjölda banaslysa á suðurlandsvegi. Þannig erum við Íslendingar, ég og þú og flestallir, höldum að við höfum endalaust rétt fyrir okkur og bara ef allir hegðuðu sér nú einsog ég, þá yrði allt í lagi.

Einhver Ágúst, 23.8.2009 kl. 13:25

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ágúst minn.... hvað ertu að rugla... þetta blogg fjallar um skemmdarverk í Reykjavík..ég held að þú ættir að róa þig aðeins..

Jón Ingi Cæsarsson, 23.8.2009 kl. 13:46

8 identicon

Það er nú erfitt að hafa mjög djúpan skilning á svona grunnu bloggi. Ekki virðist skilningur þinn á því sem er að gerast í samfélaginu mikill. Þú hvetur fyrrum útrásarvíkinga til að aka um á ódýrum bílum og heldur því fram að Íslendingar séu upp til hópa löghlýðnir - sem er algerlega út í hött. Íslendingar hafa ekkert á móti spillingu svo lengi sem þeir halda að þeir geti notið hennar sjálfir. Nú eru einhverjir að rísa upp og sletta málningu á eigur þeirra sem hafa valdið landinu okkar óhemju skaða án þess að yfirvöld (og Samspillingin þar með) virðist ætla að refsa þeim fyrir. Það er hagur margra að ekkert verði gert í þessum málum og það sem þú ert að hvetja til að við viðhöldum er þrælslundin, en það er svosem ekki við öðru að búast af pólitíkusi í smábæ úti á landi þar sem menntunarstig, réttlæti, forsjá og víðsýni eru ekki talin til dygða.

Jóhann (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband