Stórleikur Jóhönnu.

Þegar allt virtist vera að sigla í strand kallaði Jóhanna Sigurðardóttir aðila til fundar í Stjórnarráðinu og lagði fram tillögu að lausn. Þetta útspil Jóhönnu virðist hafa leyst þann hnút og þann vanda sem í stefndi og því stefnir í að skrifað verði undir víðtækan stöðugleikasáttmála á morgun.

Það fer að hljóma hjáróma þær raddir sem segja að stjórnvöld séu "ekkert" að gera. Það er áróður óábyrgar stjórnarandstöðu sem virðast vera þeir einu í þessu þjóðfélagi sem ekki skilja að allir þurfa að leggjast á árar.

Ég velti því fyrir mér og bíð spenntur eftir að stjórnarandstaðan sjái ljósið í einhverju máli... því miður gera þeir lítið annað en telja kjarkinn úr þjóðinni en sem betur fer eru það færri og færri sem hlusta á svartagallsraus formanna stjórnarandstöðuflokkanna.

Það er langt í land og gríðarlegur vandi á ferð.... þess vegna kallar þjóðin eftir ábyrgum málflutningi og ábyrgum tillögum stjórnmálamanna.


mbl.is Sáttmáli undirritaður á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Fyrst þú gagnrýnir svo harðlega þá sem segja að stjórnvöld séu ekkert að gera, gætirðu þá útlistað fyrir mér hvað þau eru að gera fyrir heimilin í landinu ?

Nákvæmlega ekkert !

Ég hef þurft að kynna mér t.d. svokallaða greiðsluaðlögun og þvilík steypa. Þvílík niðulæging fyrir þann sem þarf að stand í að fara þar í gegn, ég þekki persónulega á 2 tug fjölskyldna sem eru að verða gjaldþrota og á leið úr landi vegna aðgerðarleysis.

það þýðir ekkert að loka augunum, aðgerðir handa heimilunum verða að koma núna ellegar má búast við blóðugri byltingu hér í Haust.

Steinar Immanúel Sörensson, 24.6.2009 kl. 23:33

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og hvaða aðgerðir eru það sem þú villt Steinar!!!! Væri nóg fyrir þig að fá leiðréttingu á íbúðarláni eins og hagsmunasamtökin segja þ.e. að þau verði færð niður miðað við 4% verðbólgu frá 2008. Það væri þá kannski lækkun á verðtryggðu láni um 13%. Er það ekki sona um tæpar 4 milljónir af 20 milljónaláni.

Bendi þér á að bankarnir sem eru náttúrulega þeir sem eiga að gera eitthvað eru nú t.d. að huga að því að fólki verði boði að breyta erlendum lánum óverðtryggð lán í krónum sem mundu svo eyðsta vegna verðbólgu hratt. Það er verið að gera ýmislegt. Fólk verður bara að átta sig á því að ríkið á ekki aukalega til að bjarga öllum. Bankar þó þeir séu í ríkiseign þurfa að koma með lausnir sem tryggja að þeir lifi af sem og skuldarar.

Þó hér hafi mál tafist fram á vor vegna stjórnarkreppu fram í febrúar. Þá er verið að vinna að lausnum. Minni þig á að hér varð eitt mesta hrun á efnahagskerfi sem orðið hefur í heiminum síðan í síðust heimstyrjölum og kreppunni. Og á meðan að stærri þjóðir hafa kannski getur til að skaffa þúsundir sérhæfðar aðila til að vinna úr þessu erum við lítl en þrotabú bankana gríðar stór og því tekur þetta lengri tíma hér.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.6.2009 kl. 03:23

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ef IceSlave verður ekki samþykkt á alþingi er ríkisstjórnin fallin - það er klárt mál - Jóhanna ætti að fara að undirbúa bílferð á Bessastaði -  ALLIR þingmenn VG
munu ALDREI allir styðja þennan samning.

Jú vissulega hefur þessi ríkisstjórn afrekað að hafa slegið " GJALDBORG" um heimilin -

Óðinn Þórisson, 25.6.2009 kl. 11:40

4 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Ég vil sjá stöðvun fjárnáma og stöðvun uppboða á heimilum landsmanna. Ég vil sjá niðurfellingu skulda sem tilkomnar eru vegna fjármálaóreiðunnar sem bankarnir eru ábyrgir fyrir.

Ég vil sjá það að þeir sem þufri á greiðsluaðlögun að halda þurfi ekki að verða opinberlega birtir í lögbyrtingarblaðinu,

Ég vil sjá viðskiptaráðerra skipa bönkunum að aðstoða heimilin í landinu og láta af óþarfa hörku. Þetta þarf að setja í lög.

 Ég vil sjá að þeir sem þurfa á greiðsluaðlögun að halda fái hana og það á ekki að þurfa að verða margra mánaða glíma við kerfið.

Ég vil sjá erlend lán sem tekin voru ýmist til íbúðarkaupa eða fasteignakaupa lækkuð niður í upphaflegt kaupverð og síðan dregið frá það sem búið er að greiða, og hafist handa við að halda áfram frá þeim punkti.

 Að mínu mati hafa Samf og VG svikið þjóðina þvi skjaldborgin sem lofað var hefur enn ekki verið reyst um heimilin.

Steinar Immanúel Sörensson, 25.6.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 818139

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband