Eitt skref af ótalmörgum.

Mikilvægur áfangi hefur náðst með stöðugleikasáttmála þeim sem skrifað var undir áðan.

  •  
    • Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði framlengdir til loka nóvember 2010. Gengið verður frá samningum á opinbera markaðnum í þessum anda eins fljótt og auðið er.
    • Fyrirliggjandi aðgerðaáætlun í ríkisfjármálum til 2013 lögð fram og sameiginlegur skilningur skapaður á markmiðum tímabilsins 2009 - 2011. Hlutdeild skattahækkanna verður ekki meiri en 45% af þeirri upphæð sem þarf til að tryggja jafnvægi í ríkisfjármálunum.
    • Mikil áhersla á að tryggja að bætt verði staða lántakenda og skuldsettra heimila. Ríkisstjórn fer yfir og endurskoðar fyrirliggjandi úrræði og gerðar tillögur um viðbætur eftir því sem þörf krefur.
    • Framkvæmdir til að stuðla að aukinni atvinnu þar sem lögð er áhersla að greiða götu stórframkvæmda og ráðist í samstarf við lífeyrissjóði um þátttöku í fjármögnun verkefna.
    • Tímasettar áætlanir um endurreisn bankanna og eigendastefnu ríkisins, erlendir aðilar muni geta eignast hlut í íslenskum fjármálafyrirtækjum m.a. til að greiða fyrir aðgangi að lánsfé. Endurskipulagning eignarhalds bankanna lokið 1. nóvember 2009.
    • Sameiginleg viðmið mótuð um endurreisnar atvinnulífsins og aðkomu opinberra aðila að atvinnustarfsemi og eignarhaldi á fyrirtækjum.
    • Tímasettar ráðstafanir í gengismálum þar sem lögð verður fram áætlun fyrir 1. ágúst um afnám hafta . Markmiðið með þessu er að tryggja stöðugleika krónunnar. Leitast verði við að aflétta hömlum á nýrri fjárfestingu fyrir 1. nóvember 2009.
    • Vaxtamál þar sem aðilar vinnumarkaðarins lýsa því að vextir verði að lækka og verði komir í eins stafs tölu fyrir 1. nóvember.
    • Sameiginlegt átak í málefnum sem snúa að sveitarfélögunum og varða samstarf á sviði efnahagmála og samræmingu upplýsinga og aðgerða í búskap hins opinbera.
    • Framtíðarsýn í málefnum lífeyrissjóða verður til skoðunar og stefnt er að því að fresta öllum ákvörðunum um skerðingu réttinda og fjármögnun frestað meðan fyrrnefnd skoðun fer fram.
    • Virkt samstarf um eftirlit á vinnustöðum og innleiðingu vinnustaðaskírteina til að tryggja réttindi starfsfólks, vinna gegn svartri atvinnustarfsemi og misnotkun atvinnuleysisbóta.
    • Framkvæmd yfirlýsingar ríkisstjórnar frá 17. febrúar 2008 um réttindi launafólks er varða Starfsendurhæfingarsjóð, sjúkra og fræðslusjóði og fullorðinsfræðslu.

Þetta var eitt að stóru málunum sem ríkisstjórnin einsetti sér að ljúka á fyrstu 100 dögunum og eitt það stærsta og mikilvægasta. Það er fagnaðarefni að allir fulltrúar launamanna og allir vinnuveitendur hafi skrifað undir þetta samkomulag og sýnir eindreginn vilja allra aðila að ná árangri í þeirri risavöxnu verkefnum sém bíða okkar íslendinga.

Vonandi að allir sýni sömu ábyrgð og jákvæðni og verkalýðshreyfing og stjórnvöld sýna í þessu máli.


mbl.is Til hamingju með sáttmálann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband