Hvaða dóm ????

Leikmaður spyr lögmenn og dómara...

Í hvaða dóm á að leggja Icesave málið ?... því hefur enginn geta svarað og því finnast mér hróp lögmanna og dómara innistæðulaus...

Þess vegna viljum við fá að vita í hvaða dóm á að leggja þetta mál og hvenær áætla menn að því ljúki... hvað mun eignasafn Landsbankans rýrna á þeim tíma sem tæki að útkljá þetta mál fyrir dómi ef þá nokkur dómur er til sem tekur að sér einhliða málarekstur ríkis því eins og kunnugt er þarf tvo til að mál séu tekin til umfjöllunar í alþjóðarétti.

Sigurður Líndal... Jón Steinar.... fyrir hvaða dómstólum á að reka svona mál og hvernig.??.. það er ekki nóg að setja svona fram án nokkurs rökstuðnings og af tilfinningaástæðum.


mbl.is Icesave málið fari fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurður, Jón Steinar og allir hinir spekingarnir verða að fara svara okkur,  "litlu köllunum"!

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 15:06

2 Smámynd: Ár & síð

Myndi dómsmál ekki þýða að umsamdar forgangskröfur Íslendinga í eignir Landsbankans féllu niður en kæmu bara í röð með öllum hinum? Þá yrði nú fyrst erfitt ef við yrðum dæmdir til að borga alla 12-1300 milljarðana + vexti.
Matthías

Ár & síð, 23.6.2009 kl. 15:10

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ef ekki næst samkomulag um annað, þá er Héraðsdómur Reykjavíkur alltaf tiltækur.  Nánar fjallað um það t.d. hér

Axel Jóhann Axelsson, 23.6.2009 kl. 15:26

4 identicon

Hvergi hefur verið samið um að Íslendingar eigi forgang í eignir Landsbankans. Það er alger misskilningur. Samkvæmt neyðarlögunum eru allar innistæður, ekki bara Icesave, forgangskröfur. Búast má við málaferlum vegna neyðarlaganna í vetur, eftir að fyrsti kröfuhafafundur hefur farið fram og væntanlega skýrist um mitt næsta ár hvort og þá hvaða forgang innistæðueigendur hafa á eignirnar.

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 15:27

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Takk Axel... ég reikna svo sem ekkert með að fá gáfulegri svör frá þessum spekingum.. Sigurði og Jóni STeinari enda eru þeir líklega yfir það hafnir að svara svona "asnalegum" spurningum

Jón Ingi Cæsarsson, 23.6.2009 kl. 15:36

6 identicon

Í slíkum málum er hægt að setja upp sérstakan gerðardóm sem að leysir úr þeim ágreiningi sem kann að vera á milli landanna en það er aðeins hægt að gera með samþykki beggja landa því að grundvallarregla þjóðarréttar er að lönd hafa rétt á því að hafna dómsmálum sem þessum. Rétt eins og Bretar og Hollendingar hafa nú þegar gert. Þess vegna veit Sigurður Líndal alveg fullvel, rétt eins og Jón Steinar og þeir allir, að það er orðið of seint að fara með þetta mál fyrir dóm.

Menn mega svo spyrja sig sjálfir hvers vegna þeir velja að koma með svona yfirlýsingar, "það á að fara með þetta í dóm" en gleyma að segja "en við vitum það er ekki hægt".

Mér finnst skelfilegt að hugsa til þess að stjórnarandstöðuflokkarnir sem að eiga stóran þátt í þessu máli séu að nýta þetta til þess að ná inn höggum á ríkisstjórnina.

Hörður (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 15:46

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Myndi dómsmál ekki þýða að umsamdar forgangskröfur Íslendinga í eignir Landsbankans féllu niður en kæmu bara í röð með öllum hinum? Þá yrði nú fyrst erfitt ef við yrðum dæmdir til að borga alla 12-1300 milljarðana + vexti.
Matthías"

Sæll, ef 'Tryggingasjóður innistæðueigenda' missir sinn forgang,,,þá að sjálfsögðu, verða kröfur okkar í þrotabúið að keppa á jafnréttisgrundvelli, við aðrar forgangskröfur - við gætum þá, ef til vill, fengið e - h á bilinu, 5 - 25%, eftir því sem kaupin ganga þarna á eyrinni.

Á hinn, bóginn - sé ég enga augljósa ástæður, hvers vegna stærri upphæðir ættu að falla á okku Íslendinga. Ef, forgangur 'Tryggingasjóðs innistæðueigenda' fellur, þá standa þær kröfur einfaldlega frammi fyrir því sama, að fá e - h á bilinu, 5 - 25% - eða, á meðan að eignir þrotabúsins endast. Síðan, þegar það sem fæst úr þrotabúinu er uppurið, þá er kröfum lokið.

Það er eitt í athugasemd þinni, það, að hún leggur enn sterkari áherslu á, að við Íslendinga, megum alls ekki, undir nokkrum kringumstæðum, samþykkja að við berum ábyrgð, á innistæðunum.

Ef sú ábyrgð, er aldrei formlega viðurkennd, er enginn lagagrundvöllur fyrir dómi, að henda málinu öllu í okkur, eins og þú bentir á sem hugsanlegan möguleika.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.6.2009 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 818129

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband