Þá geta bankar afskrifað skuldir.

Þessi reglugerð gerir það að verkum að hægt er að afskrifa skuldir án þess að sú afskrift verði skattskyld.

Samkvæmt gömlu reglunum virkaði þetta þannig. Skuldari er að komast í þrot. Banki metur að hann ráði við helming þess sem hann skuldar og afskrifar því það sem hann ræður ekki við samkvæmt mati. Niðurfellingarupphæðin fékk á sig fullan skatt.

Td skuldari skuldar 60 milljónir. Bankinn metur að hann ráði við 30 milljónir og afskrifar þær 30 milljónir sem hann ekki ræður við. Samkvæmt gömlu reglugerðinni hefðu þessar afskrifuðu 30 milljónir orðið skattskyldar og skuldarinn engu betur settur en áður.

Nú er þessi skattskylda á niðurfelldum kröfum afnumin og opnar þá leið sem áður var ófær til að bjarga illa settum skuldurum.

Þetta hefur verið meginástæða þess að bankar hafa ekki getað farið afskriftaleiðina fyrir skuldara en nú er hún orðin fær og reikna má með að við förum að sjá þetta sem virkt úrræði vegna skulda heimilana..

Ég held að menn ættu að fagna þessu en sleppa því að fara í tortryggni og neikvæðnigírinn því þarna er stórmál á ferð til bjargar heimilunum.

 


mbl.is Auðveldara verði að taka á málum skuldara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818149

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband