Framsókn klikkar ekki.

"Nú ætla ég ekki að spá um þetta framhald. Flestir væru löngu búnir að fá nóg og slíta þessu samstarfi. Ef Framsóknarflokkurinn er ólíkindatól ef mál snúast um að halda völdum þannig að ég hreinlega treysti mér ekki til að spá fyrir endalok þessarar síðustu uppákomu."

Þetta bloggaði ég síðast þegar ég spáði í þessa hluti í Kópavogi... Mér er eiginlega  svolítið létt. Framsókn er söm við sig og kemur ekki á óvart.

Áður hafði ég bloggað þetta.

"Ég spáði því í bloggi fyrir nokkrum dögum...   http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/893674/ að Framsókn gerði ekki neitt... myndu blása og gleypa síðan valdabitann þó hann lykti illa.

Nú reynir á Framsókn... en spá mín stendur."

Niðurstaðan í Kópavogi er sem sagt nákvæmlega það sem búast mátti við af Framsóknarflokknum en það verður að segja þeim til hróss að leikþátturinn var óvenju langur í þetta sinn. Framsókn fer ekki úr valdastólum nema henni sé kastað þaðan og það sannast í Kópavogi...

Eftir situr að Kópavogsbúar sitja uppi með stjórnmálamenn sem hafa verið í því að svíkja, svindla og pretta... því Gunnar Birgisson er ekkert að fara þó svo tímabundið víki hann af sviðinu. Þannig vill Framsókn hafa það því þeim finnast góðir bitarnir sem hrjóta af borði Sjálfstæðisflokksins þó úldnir séu.


mbl.is Samstarfið heldur í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Framsókn væri eflaust búin að slíta ef það væru aðrir stjórntækir flokkar í bæjarstjórninni.  Það er kannski hægt að vinna með VG en Samfylkingin er bara eins máls flokkur í ætti við Frjálslynda.  ESB á að leysa öll mál.

Af tvennu illu er íhaldið mun skárri kostur en Samfylkingin.

G. Valdimar Valdemarsson, 23.6.2009 kl. 00:09

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það leynir sér ekki færslum undanfarið að þú ert hræddari við Framsókn en nokkuð annað í lífinu.

Víðir Benediktsson, 23.6.2009 kl. 00:18

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég hef skoðun á flokkum eins og Framsókn, en þó Framsókn vilji éta úldna spillta bita í Kópavogi.. það verður þeirra magaverkur ekki minn Víðir

Jón Ingi Cæsarsson, 23.6.2009 kl. 00:29

4 identicon

Tek undir með Víði. Hræðslan að tapa fylginu yfir á Framsókn.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband