Sjálfstæðismenn að hlaupast undan ábyrgð á eigin gjörðum ?

Þá reynir á hverskonar pappír Tryggvi Þór Herbersson er í stjórnmálum. 

"Hann viðurkennir að sjálfstæðismenn hafi í raun rutt veginn með því að samþykkja að semja um greiðslur vegna Icesave reikninganna án þess að málið fari fyrir dómstóla. Íslendingum hafi verið stillt upp við vegg af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu vegna EES samningsins og aðeins hafi verið samþykkt að fara samningaleiðina. Hann spyr þó hvort það sé fimmhundruð milljarða virði að hafa þá góða. Sjálfur telji hann ekki að svo sé."

Þetta segir Tryggvi Herbertsson um hlut Sjálfstæðismanna í þessum samningi... og samkvæmt fréttinni ætlar að hann að hlaupast undan ábyrgð á þeim gjörðum.

Þetta er ódýrasta sort af pólitík ef svo fer hjá Tryggva Þór Herberssyni sérlegum ráðgjafa Geirs Haarde í efnahagmálum á þeim tíma... eða þar um bil


mbl.is Icesave kostar minnst 300 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Er staðan ekki bara sú að menn séu smátt og smátt að fá upplýsingar sem ekki hafa legið á lausu og séu hreinlega orðlausir yfir ruglinu? Ég er alveg hættur að hugsa í flokkum, það eitrar umræðuna og gerir hana ómálefnalega, alveg sama hvoru megin við borðið menn sitja.

Við getum bent til eilífðarnóns, en okkur verður bara illt í puttanum.

Góðar stundir.

Ellert Júlíusson, 22.6.2009 kl. 14:15

2 identicon

Hvernig væri að hætta þessu helvítis væli um Sjálfstæðismenn alltaf og einblína núna einusinni á helvítis vandamálið? Djöfull er ég orðinn leiður á þessum leiðinda grátkór, sem notar hverja frétt til að væla um Sjálfstæðisflokkinn en er svo veruleika firrt og svo bundið í sinn flokk að það getur ekki með neinu móti séð að t.d. það sem Tryggvi er að segja núna er rétt, og eitthvað sem við eigum að hafa áhyggjur af. Jafnvel þó Samfylkingin ætlaði að sprengja landið með vetnissprengjum myndu þið verja málstað "liðsins".

Rögnvaldur (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 14:16

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Menn hafa nú verið æði duglegir við að koma ruglfréttum í loftið að undanförnu... .. mér sýnist að sumir séu að kalla til leiks Framsóknar og Sjálfstæðisflokk sem komu okkur í þennan pytt...

gullfiskaminnið lætur ekki að sér hæða hjá mörgum.

Jón Ingi Cæsarsson, 22.6.2009 kl. 14:18

4 Smámynd: Sveinbjörn Eysteinsson

Á meðan menn hugsa eftir flokkslínum þá gerist ekki rassgat. Við erum í djúpum skít öllsömul og drukknum í honum ef við samþykkjum þennan samning

Sveinbjörn Eysteinsson, 22.6.2009 kl. 14:19

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Staða okkar er ekkert flokklínutend.... einfalt... og ekkert gleðileg.

ef við samþykkjum hann drukknum við kannski

en ef við samþykkjum hann ekki drukknum við örugglega..

Annars er búið að skrifa undir þennan samning... nefndin hafði heimild Alþingis til þess frá í vetur... umræðan núna snýst um ríkisábyrgðina.

Jón Ingi Cæsarsson, 22.6.2009 kl. 14:35

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Áætlanir, um að 75% - 95% fáist upp í Icesave miða allar við bjartsýnar spár, um að hagkerfi Evrópu byrji að rétta við sér, á næsta ári. Á þessari stundu, er engin leið að vita hvort sú verði raunin. Eitt er víst, sjá meðfylgjandi mynd, að kreppan er verulega verri í Evrópu en í Bandaríkjunum, svo búast má við að bati verði lengur á leiðinni, í Evrópu en í Bandaríkjunum. Það má einnig vera, að bati verði hægur og langdreginn. Evrópa, er alveg sérlega óheppin, því að kreppan, mun stuðla að mjög alvarlegri skuldaaukningu margra Evrópuríkja, en á sama tíma er svokölluð "demographic bomb" að skella á; þ.e. neikvæð mannfjölgun, of lítið af ungu fólki til að tryggja sterkan hagvöxt. Evrópa, getur átt framundan, langt tímabil efnahagslegsrar stöðnunar; þ.s. kostnaður af skuldum ásamt tiltölulega fámennum vinnumarkaði, stuðli að langvarandi efnahagslegum hægagangi, sambærilegum þeim sem Japan hefur verið í, alla tíð síðan við árslok 1989.

recession_867788.jpg

 

Mig grunar, að komandi kynslóðir, muni muna árin 2008 og 2009, sem upphaf að langvarandi hnignunar skeiði Evrópu, þ.s. neikvæð hringrás hárra skulda, fækkandi vinnandi handa, orsakaði langvarandi stöðnunar og hnignunar skeið.

Á sama tíma, réttu Bandaríkin tiltölulega fljótt við sér, þ.s. hagstæðari "demographic trends" gerðu hagkerfi þeirra kleypt að vaxa út úr skuldasúpunni. Bandaríkin, ásamt nýjum bandamanni í S-Ameríku, Brasilíu og nýjum bandamanni í Asíu, Indlandi; halda áfram að vera sterkt mótvægi, við vaxandi veldi Kína.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.6.2009 kl. 14:37

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón Ingi, ég myndi snúa þessu við:

Við drukknum pottþétt, ef við samþykkjum Icesave.

Við drukknum, ef til vill, ef við samþykkjum þá ekki. 

Af tvennu íllu, tel ég skárra, að samþykkja þá ekki, og svo drukkna; því þá erum við ekki einnig með þær skuldbindingar á bakinu.

Svo lengi, sem við samþykkjum ekki Icesave, þá eru þær skuldbindingar ekki orðnar formlega okkar.

Ef þær væru okkar skuldbindingar, þyrfti ekki að standa í því, að samþykkja að taka þær yfir með formlegum hætti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.6.2009 kl. 14:40

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Lestu Icesave samninginn,,,það verður ekki af honum, nema að við samþykkjum ríkisábyrgðina.

Án hennar, hefur undirskriftin enga merkingu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.6.2009 kl. 14:42

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég vil líka, vekja athygli á, að matsfyrirtæki, eru líklega við það að lækka mat sitt á skuldbindingum Íslands, úr BBB niður í flokk C.

C flokkun, ef af verður, mun þýða að mat þeirra sé, að hætta á gjaldþroti Íslands, sé veruleg. Skuldbindingar, í C flokki eru taldar áhættumiklar, og vanalega ganga kaupum og sölum með háum afföllum.

D flokkur, er síðan lægsti flokkurinn, en í þeim flokki eru skuldbindingar aðila, sem þegar hafa orðið gjalþrota. Slíkar skuldbindingar, ganga kaupum og sölum gjarnan á 1% - 5% af upphaflegu verðmæti.

Það er allt útlit fyrir, að Ísland stefni hraðbyri í gjaldþrot. Af tvennu ílla, er betra að skulda minna en meira. Ein ástæða enn, fyrir því að hafna Icesave.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.6.2009 kl. 14:48

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Einar... þú ert svartsýnn og það eru flestir... eitt heldur þó ekki hjá þér..

"Það er allt útlit fyrir, að Ísland stefni hraðbyri í gjaldþrot. Af tvennu ílla, er betra að skulda minna en meira. Ein ástæða enn, fyrir því að hafna Icesave. "

Þeir sem eru gjaldþrota eru gjaldþrota og þá skiptir ekki máli hver upphæðin er... þannig er það nú bara hvort sem þér líkar betur eða verr.

Jón Ingi Cæsarsson, 22.6.2009 kl. 14:59

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón, við skuldum ekki Icesave.

Viljayfirlísing frá fyrri ríkisstjórn, er ekki formlega skuldbindandi.

Ég veit ekki hvort þú hefur lesið samninginn. En, skv. honum verður skuldbindingin ekki til með formlegum hætti, fyrr en Alþingi með formlegum hætti samþykkir ríkisábyrgð fyrir "Tryggingasjóð innistæðueigenda".

Við skulum, miða við staðreyndir vinur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.6.2009 kl. 15:51

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón Ingi, þetta er fáránleg athugasemd.

Skv. því, er réttast að skeita að sköpuðu, skulda bara sem mest.

Þetta, var nákvæmlega hugarfar þeirra snillinga sem ráku bankana í þrot,,,það, að skulda sem mest, væri gott. Að, slæmt ástand gæti orðið betra á morgun, "so let's party on."

Nei, nei og aftur nei.

Við verðum að jarða þetta hugarfar. Hin gömlu sannindi, eru að betra er alltaf, að skulda minna heldur en meira. Þetta er þ.s. ömmur okkar og afar, vissu.

Eða, hvað heldurður. Einhverntíma, mun koma að því, að hagkerfi heimsins, byrja að rétta úr kútnum. Skv. nýlegri aðvörun Alþjóða-Bankans, mun það þó ekki gerast á næsta ári, þannig að biðin er til 2011 a.m.k.

Þegar, jákvæður hagvöxtur byrjar í Bandaríkunum fyrst sennilega árið 2011, síðan ef til vill árið 2012 í Evrópu - þá byrja útflutningstekjur að aukast á ný, og einnig tekjur af ferðamennsku.

Þá, mun koma tækifærið til að semja á ný við eigendur skulda okkar,,,og þá munum við fara fram á, niðurfellingu skulda að hluta gegn því að fara á ný að borga af þeim (hérna er ég að gera ráð fyrir, að við förum í "default").

Málið er, að skuldirnar hverfa ekki sjálfkrafa, eins og við værum fyrirtæki sem væri gert upp, eignir þess seldar og svo allar skuldir afskrifaðar. Fyrir ríki, virkar þetta ekki með þeim hætti; þ.e. ekki er hægt að taka yfir allar eignir þess, og selja þær upp í kröfur.

Þess vegna, verða þær allar enn til staðar, þegar tækifæri skapast á ný, að reyna að byrja að byggja upp.

Þetta er raunveruleikinn. Það, er raunverulega betra, að hafa færri skuldara, sem við þurfum að byðja um að afskrifa skuldir að hluta, heldur en fleiri. Það gerir málin auðveldari viðfangs, því það tefur alltaf mál, og gerir þau erfiðari úrlausnar, eftir því sem skuldirnar eru fleiri og stærri.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.6.2009 kl. 16:04

13 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Einar Björn... hvar varst þú þegar allir þeir sem fóru í þessara samninga lögðu af stað í þetta ferli????... ljóst er að einn allra helsti og klárasti sérfræðingur í þessum málum var ekki hafður með í ráðum.... vont mál svona í restina... þú hefir átt að leggja fram krafta þína svo allir þessir vitleysingar færu í þessar ógöngur.

Jón Ingi Cæsarsson, 22.6.2009 kl. 16:16

14 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þegar það verður búið að samþykkja þennan gjörning getum við aðeins beðið og vonað að ekkert fari úrskeiðis. Það verður búið að slá úr höndum okkar allt sem við höfum þó í dag til að verjast með. Þetta kallast fyrstugráðu undirlægja. Skil ekki af hverju ekki er látið reyna á þetta fyrir dómi. Hagmuna hverra eru þeir að gæta sem ætla ábyrgjast þennan samning? Ekki almennings á Íslandi, svo mikið er víst.

Víðir Benediktsson, 22.6.2009 kl. 16:41

15 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Málflutnigur Samfylkingarinnar hæfir bara skíta-kamrinum !

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.6.2009 kl. 16:58

16 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón Frímann - ég get einungis endurtekið staðreyndir, það að við skuldum ekki Icesave.

Laga formlega, er það einungis Tryggingasjóður innistæðueigenda, sem er skuldbundinn til að borga. Sá sjóður, var stofnaður á sínum tíma í fullkomnu samræmi við gildandi EES reglugerðir; og hann var aldrei ríkisstryggður.

Lagaformlega, þegar sá sjóður er upp urinn, eru skuldbindingarnar á enda.

Það að standa við allar innistæður, var pólitíks ákvörðun, sem fyrst var tekinn af ríkisstjórn Írlands. Sú, ákvörðun hafði enga skírskotun í lög eða reglugerðir ESB eða EES. 

Síðan, tóku aðrar meðlimaþjóðir ESB, og gerðu það sama.

Síðan þegar íslensku bankarnir hrundu, ákvað ríkisstjórn Íslands, að gera svipaðann hlut,,,,einnig athugaðu pólitísk ákvörðu, fyrir allar innistæður í bönkum á Íslandi. Þetta stenst reglu EES og ESB um jöfnuð, því að engar innistæður á Íslandi eru undanskildar.

Eftir þetta, kemur síðan krafa frá Bretlandi, og Hollandi; að innistæðueigendur Icesave reikninga, verði ennig tryggðir með sambærilegum hætti.

Athugaðu,,,þessi krafa á sér enga hina minnstu lagastoð í lögum eða reglum EES eða ESB.

Þessar þjóðir einfaldlega, heimta þetta með góðu eða íllu. Það er grunnstaðreynd málsins. Síðasta ríkisstjórn, lét beygja sig, og undirritaði viljayfirlýsingu, um að Ísland myndi borga 20þ. Evrur til Icesave innistæðueigenda.

Síðan þá, hefur þetta verið grunnþema samninga um Icesave, þ.e. að Ísland skuli ábyrgjast 20þ. Evrur, en að Bretland og Holland, rest.

Ég ítreka, sögu málsins, að grunnstaðreyndin er sú, að krafan á sér enga lagastoð, hvorki í lögum eða reglum ESB eða EES.

Þannig, að lagaformlega, skuldum við ekki krónu, umfram þ.s. til er í Tryggingasjóði innistæðueigenda, sem lagaformlega, var ekki gerð krafa um að væri ríkistryggður.

Þú, getur síðan haldið áfram ef þú vilt, að halda því fram að 2 + 2 séu ekki 4.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.6.2009 kl. 17:39

17 identicon

Jón Fríman, Icesave er nefnilega ekki í ríkisábyrgð, heldur er það tryggingasjóður innistæðueigenda sem ber ábyrgð á að borga innistæðueigendum ef bankinn fer á hausinn. Þessi tryggingasjóður er EKKI í ríkisábyrgð. Tal þitt, Jón Frímann, er landráð. Þú ert blindaður af ESB, veruleikafirrt flokksrolla sem er tilbúin að selja land sitt í ánauð fyrir það eitt að komast í ESB. Draumurinn væri að þú og félagar þínir yrðu dæmdir fyrir landráð einn daginn.

Rögnvaldur (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 17:41

18 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón Ingi, þetta svar hjá þér, var skætingur; og þú veist það.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.6.2009 kl. 17:41

19 identicon

Ég vek sérlega athygli á "málefnalegu" innskoti frá fyrrv. frambjóðenda til formanns Sjálfstæðisflokksins, Lofti, innskot hans er afar loftkennt.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 21:09

20 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þakka þér fyrir þetta hrós Gísli ! Góðar kveðjur !

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.6.2009 kl. 21:13

21 identicon

M.ö.o: Vegna þess að flokksfélagar Tryggva fóru langleiðina með að gera hryllileg mistök ber honum skylda til þess að klára verkið, hvað svo sem skynsemin segir?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 02:09

22 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nei, Jón Frímann, skv. neyðarlögunum, eru innistæður á Íslandi tryggðar, með þeim hætti. Þá á ég við, innistæður Íslendinga sem útlendinga, á Íslandi.

Engin ákvörðun, fylgdi þessu, að tryggja innistæður í útlöndum.

Tja, sannarlega, var það álit margra erlendis, að það væri brot á jafnræðis reglu ESS og ESB. 

En, vörn okkar, ef málið hefði farið fyrir EES dómstólinn, hefði verið það; að allar innistæður, jafn Íslendinga, sem útlendinga, væru tryggðar á svæðinu Íslandi - þannig væri ákvæðum jafnræðisreglunnar fullnægt.

Þ.s. aldrei reyndi á þetta fyrir EES dómstólnum, þ.s. fyrri ríkisstjórn lét svínbeyja sig í málinu, þá er engin leið, að slá því föstu, að hvaða niðurstöðu, EES dómstóllinn hefði komist.

Einhverjir geta haft prívatskoðanir, en þ.e allt og sumt, þ.s þær verða.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.6.2009 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 818086

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband