Er þetta frétt ? Löngu komið fram.

Hvaða frétt er nú þetta ? Ég hef hvergi séð því haldið fram að eignir Landsbanka dygðu fyrir skuldum. Síðast þegar birtar voru tölur vonuðust menn eftir að þær dygðu fyrir 75 % af skuldunum.

Ég held að enginn láti sér detta í hug að vera svo bjartýnn að eignir dygðu til og ef menn væru svo vissir hefði þetta aldrei verið neitt vandamál... þær hefðu einfaldlega gengið upp í skuldina.

Mat á eignum er óraunhæft vegna ástands í efnahagsmálum og ég reikna varla með að menn séu svo vitlausir að reyna að selja allt á undirverði sem fyrst... þess vegna sömdu menn um 7 ára tíma til að klára þessi mál því vonandi fara efnahagsmálin í heiminum að rétta úr kútnum með tilheyrandi verðmætaaukningu eins og gefur að skilja. En óvissan er gríðarleg og hefur verið það frá því þetta mál byrjaði og þarf varla að meðhöndla það sem "nýja frétt"


mbl.is Eignir duga ekki fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Það sem er frétt í þessu er að eignirnar hafa rýrnað um 8% á fjórum mánuðum. Það eru ekki litlar upphæðir. Og ef framlag Nýja Landsbankans er ekki tekið með (föst fjárhæð) þá er þetta 10,4% rýrnun.

Forstætisráðherra talaði um "allt að 95%" þó að þá þegar hafi verið ljóst, að það gæti aldrei orðið. Miðað við þessa rýrnun, samsetningu eignanna, hverjum var lánað og horfur í efnahagsmálum almennt, þá má telja gott að ná upp í 66% skuldanna. Það er líka háð því að neyðarlögin haldi, sem enginn getur tryggt.

Haraldur Hansson, 22.6.2009 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband