Auðvitað eru mál í vinnslu.

Það hefur verið nokkuð skondin umræða undanfarna daga. Þar hafa nokkrir aðilar barist við vindmyllur eins og hann spánverjinn sjónumhryggi um árið. Bæði Steingrímur Jóhann vinstri grænn og formannsframbjóðandinn í Framsókn fóru mikinn í fjölmiðlum og héldu því fram blákalt að " menn væru að gera ekki neitt" í málefnum bankanna í Bretlandi.

Auðvitað var það ekki svo. Búið er að ákveða að fara í mál út af málefnum Kaupþings og mál Landsbankans eru í skoðun og engir frestir að renna út eins og þeir VG og Framsóknarmenn héldu fram í fjölmiðlum í gær.

Þetta er svolítið einkenni á umræðunni og málsmeðferð stjórnarandstöðupólitkusa. Vita lítið en taka þann kostinn á mæta með þetta þekkingarleysi sitt í fjölmiðla og halda fram einhverju sem ekki stenst.

Sigmundur formannsframbjóðandi er auðvitað að reyna að nýta sér fjölmiðla til að ná árangri í persónulegum metnaði sínum innan Framsóknar og það er skiljanlegt að hann reyni að nota þau spil sem hann telur sig hafa á hendi.

Uppákoma Steingríms J er hefðbundinn. Mætt í fjölmiðla og gert lítið úr mönnum og málefnum og biðst svo ekki einu sinni afsökunar þegar kemur í ljós að hann fór með staðlausa stafi og ekki átta fjölmiðlar sig á að þjarma að honum með það. Samt var svolítið lágt á honum risið þegar hann var spurður um þær ákvarðanir sem lágu þá fyrir og upplýst um annað.

Mál þessi eru greinilega í farsælum farvegi og unnið hefur verið að þessu hörðum höndum vikum saman.

Ætli mönnum sem við þetta vinna sárni ekki stundum þegar ásakanir um verkleysi og heimsku þeirra ganga í fjölmiðlum lát og linnulaust þar sem menn sem minna vita gefa sér hluti sem þeir hafa ekki hugmynd um.... það hlýtur að vera..


mbl.is Málarekstur mun hugsanlega leiða til skaðabótamáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Er það ekki umhugsunarefni út af fyrir sig ef þingmenn vita svona lítið. Á ekki einhver annar að biðjast afsökunar á því að upplýsa ekki þingheim. Man ekki til þess að bankamálaráðherra hafi beðist afsökunar á því að hafa ekki vitað fyrir horn þegar hann var að mæra bankakerfið.

Víðir Benediktsson, 6.1.2009 kl. 07:27

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ef að þú hefur fylgst með eru þessi mál á ábyrgð og forræði skilanefnda bankanna og þeir upplýsa stjórnmálamenn þegar eitthvað liggur fyrir. Þess vegna kom Haarde í gær og tilynnti hvar mál stæðu.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.1.2009 kl. 07:32

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Á hvers forræði eru skilanefndirnar? Reyndu að segja mér Jón að Geir hafi ekki vitað neitt fyrr en í gær og vittu hvort ég trúi. Hvers vegna var Steingrímur ekki upplýstur á fundi Utanríkismálanefndar í gærmorgun? þetta endalausa leynimakk er löngu orðið óþolandi.

Víðir Benediktsson, 6.1.2009 kl. 07:46

4 identicon

Ekki nóg sagt - fjarri því.

6.1.2009 | 07:59

Þessi málarekstur er flottur - ekki spurning -

Það þarf hinsvegar að gera grein fyrir t.d. eftirfarandi - er þetta málarekstur sem snýr að útrásarliðinu?

Hvernig er aðkoma ríkisins fyrir utan það að "standa þétt við bakið " á þessum málarekstri?

Er tryggt að það sem kemur út úr þessum málaferlum af peningum renni beint til ríkisins?

Hver er aðkoma Björgólfsfeðga að þessum málum - hver er aðkoma Sigurðar og Hreiðars Más ef einhver?

Hversvegna á ríkið ekki að fara í mál við breska ríkið vegna þess óheyrilega tjóns sem ákvörðun Gordons Brown hefur haft í för með sér fyrir landsmenn?

Þegar talað er um varnir landsins hugsar maður gjarnan til fleiri þátta en hernaðarárásar með byssum og slíku. Bretar hafa reyndar ítrekað ráðist á okkur með vopnavaldi í landhelgisdeilum.

Gjarnan hefur Verkamannaflokkurinn þá verið við völd ef ég man rétt - a.m.k. í því síðasta.

Þar sem önnur ríki Evrópu hafa EKKI komið okkur til varnar í þorskastríðum og 2 ríki auk Breta tekið þátt í aðförinni núna er vandséð hvaða samleið við eigum með þessum ríkjum. Lánafyrirgreiðsla þeirra er ekkert annað en önnur birtingarmynd á 100% lánunum sem útrásarliðið veitti til þess að mergsjúga þá sem bitu á agnið og hirða af þeim aleiguna. Í Bretlandi "á" Jón Ásgeir mörg hundruð verslanir - hversvegna er ekki unnt að ganga að þeim verðmætum og láta andvirðið ganga upp í Glitnisskuldir.

Sama gildir um aðrar "eignir" forsvarsmanna og "eigenda gamla Kaupþings - þeir virðast einhvernvegin vera tikkfrí í umræðunni. Bjarni Ármannsson skilaði inn 370 milljónum - við skulum ekkert vanþakka það - vissulega hefði það mátt vera meira - EN hvar eru tilsvarandi upphæðir frá Sigurði Einarssyni og Hreiðari Má sem eru búnir að setja milljóna hundruð í öruggt skjól að því er virðist.

Þð er komið nóg og þær spurningar sem eru hér fram settar eru bara smá hluti þeirra spurninga sem verður krafist svara við á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Svo er tillaga/hugmynd Sigurðar Kára Kristjánssonar - tökum einhliða upp Evru - nú eða annan gjaldmiðil ef hún þykir ekki nógu traust - hverjir eru kostirnir í því ferli?

Ólafur I Hrólfsson - landsfundarfulltrúi

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 09:13

5 identicon

Brennt barn forðast eldinn!  Hljómar kunnuglega, efnahagurinn að hrynja og stjórnvöld ýmist þegja eða halda hinu gagnstæða fram.  Ástandið er orðið svo aumt að til þess að fá svör frá stjórnvöldum þarf að henda fram fullyrðingum og láta afsanna þær til að þessir almennings þjónar láti svo lítið að upplýsa um það hvað þeir eru að gera, þeir eru búnir að tapa traustinu, ef þeir segja ekki frá þá verður ávalt álitið að þeir séu ekkert að gera.  Ég veir að bændur í Flóanum eru að mjólka í morgunsárið, þeir þurfa ekki að tilkynna alþjóð það, stjórnvöld þurfa að láta vita þegar þau anda, slíkar eru væntingarnar.  Aðferð Nixon's fyrrverandi Bandaríkjaforseta var, "let the bastards deny it" það er víst það úrræði sem beyta þarf.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 09:13

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það virðist smám saman verða innbyggt hjá vissum forystumönnum Sjálfstæðisflokksins á örlagastundu „að vita ekki“. Þannig var með Vilhjálm Þ. þá hann var enn borgarstjóri. Geir Haarde virðist koma eins og álfur út úr hól þegar hann er spurður hvenær hann frétti af tilboði Breta um Icesafe-vandræðin og tilboð þeirra gegn 200 milljóna punda greiðslu. Og samskipti seðlabankastjórans við ríkisstjórnina er eins og í gamanleikriti eftir Dario Fó. En okkur Íslendingum er ekki skemmt, síður en svo. Þó svo sumir stjórnmálamenn vilji láta líta á sig sem einhverjar grínfígúrur þá erum við vonandi fleiri sem viljum hafa alvöru ábyrga stjórnmálamenn sem unnt er að treysta í hvívetna.

Kveðja norður heiðar

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.1.2009 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband