Ábyrgð og kurteisi.

Það er búin að vera merkileg umræða í bloggheimum í dag. Ásakanir um ritskoðun og lýðræðisbrest. Mogginn hefur ákveðið að skera upp herör gegn þeim sem hér hafa skrifað nafnlaust og ég tala nú ekki um þá sem hafa stundað það um hríð að ráðast með persónulegum svívirðingum að mönnum og málefnum.

Það á að vera beinskeittur og það á að takast á um mál. Það er nauðsynlegt að gagnrýna stjórnmálamenn og hafa uppi efasemdir um störf þeirra og gjörðir..... slíkt er hluti af heilbrigðri umræðu og eðlilegrar gagnrýni.

Því miður hefur þeim fjölgað mjög sem hafa í skjóli nafnleyndar ráðist með svívirðingum og persónulegum ávirðingum að fólki í þjóðfélaginu.  Slíkt er hörmulegt á engan rétt á sér og er ekki brot á tjáningarfrelsi þó hemill sé settur á slík skrif. Ef þessum einstaklingum er mikið mál verða þeir bara að halda úti eigin síðu eða gefa út eigið blað og axla með því ábyrgð á gjörðum sínum. Það er ragmennska og óheiðarlegt að stunda slíkt í skjóli nafnleyndar og eðlilegt að á það séu settar skorður.

Nú kemur Eyjan í kjölfar Moggans og biður menn um að sýna ábyrgð. Forsvarsmenn þessar svæða kæra sig ekki um að vettvangur þeirra sem notaður fyrir skítkast á menn og málefni. Því ber að fagna og löngu kominn tími á að koma á þetta böndum.

Ég sé í bloggheimum að ákveðnir menn hafa tekið upp þann málflutning að þetta sé óeðlilegt og til skammar fyrir Moggann. Einn af þeim er Hlynur Hallsson fyrrum þingmaður VG. Sá ágæti maður er síðan með lokað fyrir comment hjá sjálfum sér..... er þetta nokkuð tvískinnungur ? Mér sýnist hann viðhafa það sem hann síðan kallar ritskoðun hjá stjórnendum Moggabloggs.... þarna birtist væntanlega ekkert nema sem þessum annars ágæta bloggara þóknast. Þetta er ekki síður ritskoðun en hjá Mogganum ef menn vilja ræða það nánar. Þannig var það í það minnsta hjá honum og ég veit ekki hvort hann hefur breytt því. Ef svo er bið ég hann afsökunar.


mbl.is Eyjan biður bloggara að sýna ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mér hefur nú almennt sýnst að svokallaðir yfirlýstir hægrimenn séu með lokanir á sín komment og viðhafa mikla stýringu á svörum ef þeir á annað borð hafa opið fyrir þau... 

hitt er annað mál að á svona bloggi verða ALLIR að vera skráðir og nafnlaus ip tölu svör eiga ekki að geta átt sér stað.. Ég veit að hver og einn getur stillt sitt blogg.. en engu að síður finnst mér að allir þeir sem tjá sig opinberlega skuli vera skráðir á einhvern hátt sov hægt sé að rekja svörin..

Óskar Þorkelsson, 5.1.2009 kl. 19:54

2 identicon

Sammála Óskar..gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 20:45

3 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Jón Ingi, það verður alltaf svo að þegar fólk er orðið reitt, kvíðið og hrætt um afkomu sína vegna glæpsamlegrar vanhæfni annara sem hafa komið því í þá aðstöðu að það er að missa nánast allt sitt án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Þá þarf enginn að vera hissa á að það sé stóryrt og láti allt fjúka, jafnvel fólk sem aldrei hefur sagt styggðaryrði við nokkurn mann áður. Og mér sýnist á öllu að fólk muni bæta í ef stjórnvöld fara ekki að taka sig á og sýna ábyrgð í starfi. Hefur þú trú á að  það bæti ástandið að hygla Áliðnaði, en ekki Íslenzkum fyrirtækjum, og draga verulega úr í heilbrigðiskerfinu og þjónustu við aldraða. Nei Jón, að gefnu tilefni held ég að fólk verði enn reiðara og orðljótara en áður, því svona helvítis bakstungur stjórnvalda kynda bara undir ofbeldisfull mótmæli. Ég hefði viljað sjá samskifti netverja á öðrum og betri nótum, en ég skil vel og lái fólki ekki þó það sé með persónulegan skæting og svívirðingar á suma stjórnarliða sem fyrir kosningar lofuðu fólki því að ef það kæmist til valda þá væri bara bjart framundan. En lítið hefur verið um efndir ef bara nokkuð, og því er þetta ástand svona hvort sem okkur líkar betur eða ver. Og í staðinn fyrir að reyna að bæta ástandið og lægja öldurnar ýfir þetta pakk þær bara upp. Verst að vera orðinn svo gamall að maður treystir sér ekki til að flýja land, enda of seint að ætla að byrja nýtt líf á þessum aldri. Held ég hafi þetta ekki lengra því þá er hætt við að ég sleppi uppsöfnuðum svívirðingum og ljótum orðum út á lyklaborðið.

Ólafur Gunnarsson, 5.1.2009 kl. 21:34

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þessar breytingar sem voru gerðar á moggablogginu um áramótin eru af hinu góða. Svo er það bara bloggara að vera ábyrgir og kurteisir í skrifum sínum.

Óðinn Þórisson, 5.1.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 818128

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband