Fréttablaðið að rúlla ?

Að Fréttablaðið sé í vanda er í sjálfu sér ekki tíðindi. Blað sem byggir á auglýsingum eingöngu hlýtur að lenda í vanda þegar fyrirtækin draga úr auglýsingum og dreifingar, efnis og launakostnaður hækkar upp úr öllu valdi. Fríblöðin í Danmörku hafa verið að rúlla eitt af öðru af sömu ástæðum.

Ef Fréttablaðið gefst endalega upp gerir það fjölmiðlun fátæklegri á Íslandi. DV er varla marktækt fréttablað eins og efnistök þeirra eru í dag og Mogginn rær lífróður. Kannski er fréttmennskan og fjölmiðlunin hægt og bítandi að færast á netið að fullu.

Hætt er við að fækkun útgáfudaga rýri samkeppnisstöðu blaðsins enn meir er orðið er. Jafnframt er fróðlegt að fylgjast með hvernig dreifingaraðila Fréttablaðsins, Pósthúsinu ehf reiðir af. Af  sömu ástæðu því tilvist þess fyrirtækis og afkoma byggir að stærstum hluta á dreifingu  Fréttablaðsins.

Stór og sí stækkandi hópur manna flettir aldrei prentmiðlum og sækja upplýsingar og fréttir á netið. Ef til vill er tími hins prentaða fréttamáls á enda ?

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig fjölmiðlun og fjölmiðlum á Íslandi reiðir af á næstu misserum og árum.


mbl.is Útgáfudögum Fréttablaðsins fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818160

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband