Og hvað svo ?

Það eru margir sem kalla á kosningar og vel getur verið að svo fari fyrr en ætlað er. Persónulega finnst mér það benda til taugaveiklunar að kalla eftir kosningum, kosninganna vegna.

Að mínu mati er tal um kosningar nú ótímabært og menn þurfa að koma þjóðinni út úr brimskaflinum áður en farið verður út í að setja mál í kosningafarveg því allir sem þekkja til vita að í aðrdaganda kosninga verða alltaf ákveðin lausatök í stjórn landsins og það má ekki verða næstu mánuði. Næstu sex mánuðir skipta sköpum hvað varðar framtíð þessarar þjóðar og því má ekki klúðra í taugaveiklun og óðagoti. Nú verða menn að vera yfirvegaðir og skynsamir.

Samfylkingin í Reykjavík kallar á kosningar ..... og ég spyr á móti... og hvað svo ?

Vill Samfylkingin í Reykjavík að myndist stjórnarkreppa ofan í allt sem fyrir er. Vill Samfylkingin í Reykjavík mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum sem einir flokka ætla ekki að láta af andstöðu sinni við inngöngu í ESB..... spyr sá sem ekki veit.


mbl.is Vilja kosningar í upphafi nýs árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

kosningar eru aldrei tímabærar.. sérstaklega ekki hjá stjórnarflokkum.

Óskar Þorkelsson, 16.11.2008 kl. 20:34

2 Smámynd: Jón Þór Benediktsson

Það er ekki bara það að fólk vilji kosningar heldur vill fólkið væntanlega nýtt blóð í flokkana. Ég spyr hvernig á það að geta gerst á nokkrum mánuðum? það þarf eflaust, en til þess þarf að gefa þeim tíma. Það er fráleit krafa um kosningar með svona stuttum fyrirvara og að krefjast kosninga á þessum tímum er einnig fráleitt. Minni líka á að það hefur sjaldan verið eins stór þingmeirihluti á bakvið ríkisstjórn og nú.

Annað athyglivert er að því er samfylkingin í borginni að krefjast kosninga? treysta þau ekki eigin fólki?

Jón Þór Benediktsson, 16.11.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband