Er VG að verða steintröll (steingrím) á kanti stjórnmálanna ?

Vinstri hreyfingin grænt framboð átti að vera vinstri sinnaður umhverfisflokkur. Því miður hefur flokkurinn festst í viðjum forneskjulegra og íhaldsamra stjórnmálamanna sem þarna ráða för. Steingrímur Sigfússon, Ögmundur Jónasson, Jón Bjarnason, Álfheiður Ingadóttir... allir þessir stjórnmálamenn hafa á sér neikvæðan afturhalds og þröngsýnisstimpil.

Sumir hæla þeim og kalla þá prinsipfasta hugsjónamenn... en aðrir forpokaða afturhaldseggi og neikvæða kverúlanta.

En hvað sem sagt er um þá er það að gerast í öllum þeim hamagangi sem skekið hefur þjóðfélagið að flokkar á borð við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn hafa ákveðið að fara í endurskoðun hugmyndafræði sinnar og stefnu.... bæði í Evrópu og efnhagsmálum. Það eru í sjálfu sér stórtíðindi.

Samfylkingin hefur fyrir löngu markað sér stefnu í Evrópumálum en hefur ekki átt neina stuðningsmenn í hinum flokkunum árum saman hvað það varðar. Það er að breytast og flest bendir til að Ísland sæki um aðild að ESB á næsta ári og gæti fengið flýtimeðferð á þau áform.

Þegar þau mál hafa fengið lendingu og skilgreind hafa verið samningmarkmið og mál sett í þjóðaratkvæði þarf að breyta stjórnarskrá ætlum við þar inn. Þá þarf að kjósa og það gæti orðið á næsta ári. Þá fengju stjórnmálaflokkarnir endurnýjað umboð í ljósi nýrra tíma.

En Vinstri grænir eru að einangast úti á kanti stjórnmálanna. Þeir ná ekki að aðlaga sig breyttum aðstæðum og staðreyndum. Þeir hafa þegar lýst yfir að ekki standi til af þeirra hálfu að breyta eða skoða afstöðu sína til ESB. Þar deila þeir sæng með seðlabankastjóra og allt útlit fyrir að menn og flokkar með þá lífsýn lokist af og eigi aðeins fyrir höndum einmanalega eyðimerkurgöngu uppþornarðs þjóðernissócialisma.

Það er þröng fjallasýnin í Þistilfirðinum


mbl.is Lengi getur vont versnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þjóðernissósíalisma???=Nationalsozialistische

Það er ekkert verið að skafa utan af því. Ef ég væri Vinstri Grænn yrði ég verulega fúll.

Víðir Benediktsson, 16.11.2008 kl. 23:54

2 identicon

Já kjósum endilega frekar Samfó sem auðvaldið er með í vasanum og viðheldur mikilli stéttaskiptingu.

Förum svo endilega í ESB sem er að kúga okkur núna.

Ari (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 01:35

3 identicon

Þú hefur ekkert erindi í pólitík ef þú sérð ekki muninn á VG og Nasistum. Kannski er það málið. Samfylkingarfólk hefur þegar öllu á botninn er hvolft ekkert með pólitík að gera en allt með lobbíisma og valdagræðgi.  Ólíkt Samfó þá eltir VG ekki fylgi heldur skapar sér stefnu.  

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 03:17

4 identicon

Þröng er þistilfirska fjallasýn

þrögnur Fjalla-Grímur.

Flugið daprast fylgið dvín,

fólkið syngur rímur.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 08:40

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Haltu endilega áfram að skrifa svona rugl pistla Jón Ingi C. fylgið hrynur af Samfylkingunni um leið og þú opnar þína "viskubrunna". Talandi um fúla á móti þá eru þeir vanfundnir sem eru fúlari í skrifum en einmitt hann Jón Ingi C.)

Bestu jákvæðnikveðjur,

Hlynur Hallsson, 17.11.2008 kl. 15:18

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Er þetta ekki full djúpt í árina tekið ?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.11.2008 kl. 21:15

7 Smámynd: Rannveig H

Ég spyr nú bara áttu marga þína lika í SF Ég spyr líka gegnir þú trúnaðarstörfum fyrir SF.  Þetta er ljót færsla.

Rannveig H, 17.11.2008 kl. 22:04

8 identicon

Samfylkingin sem þú ert í forsvari fyrir hefur ekki leyfi til að láta svona rugla frá sér fara um VG.

Það eru erfiðir tímar hjá okkur Samfylkingarfólki - við skömmumst okkar fyrir forystuna og treystum þeim ekki lengur.

Við þurfum að laga til hjá okkur sjálfum en ekki taka reiðina út á eina flokknum á Íslandi sem hafði rétt fyrir sér - jafnvel þótt að flokkurinn hafi haft rétt fyrir sér á röngum forsendum.

Þú veist líklega að það eru "þjóðernissósialistar" í Samfylkingunni líka og Framsóknarmenn.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 818148

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband