Risaeðlurnar frá Davíðstímanum.

Þegar jarðsagan er skoðuð hafa ýmsar dýratengundir komið og farið. Nýjar birtast og þær gömlu hverfa. Þekktasta liðna tímabilið er tími risaeðlanna þegar hinar tröllauknum grameðlur réðu ríkjum og nærðust á sér stærri eðlum svo sem þórseðlunni meinlausu og fingálkn sem er stærsta dýr sem lifað hefur á landi frá upphafi.

En tími grameðlunnar leið undir lok og í framhaldi af því fóru spendýrin að ná sér á strik og lífríkinu fleytti fram.

Það er alltaf gaman að velta fyrir sér samlíkingum. Stjórnmálasagan á sér tímabil. Leiðtogar koma og fara og stundum sitja eftir minnismerki sterkra og frekra leiðtoga lengur en þeir sjálfir. Stundum bregða þessir gömlu afdönkuðu leiðtogar sér í annað gerfi og koma sér fyrir á valdapóstum í krafti þess valds og ógnar sem þeir ríktu með.

Tími Davíðs Oddssonar er að líða undir lok. Hann ríkti í stjórnmálum á Íslandi í þrjá áratugi. Fyrst sem borgarstjóri í Reykjavík og síðan sem forsætisráðherra allt of lengi. Á þeim tíma komust viðhlægendur hans til áhrifa um allt kerfið.... hið pólítíska og í embættismanna og dómskerfi. Inn í yfirstjórn lögreglunnar var laumað stuðningmönnum og ættingjum og vinum var plantað í dómskerfið og Hæstarétt. Sjálfur skipaði hann sig til valda í fjármálakerfinu sem seðlabankastjóra sem flestir eru sammála um að hann hefur hvorki þekkingu né menntun til að gegna.

En hér og þar sitja eftir risaeðlunar frá Davíðstímanum. Fyrstan ber að nefna hæstvirtan dómsmálaráðherra sem situr eins og örn í hreiðri sínu og drepur málaflokkinn í dróma með íhaldssemi og hroka. Landhelgisgæslan og lögreglan eru rjúkandi rústir undir stjórn þessa manns sem þáði völd sín úr lófa Davíðs. Geir Haarde hefði betur sett hann í sendiherrastöðu langt í burtu en skorti þor að takast á við risaeðluna í Seðlabankanum.

Í Hæstarétti sitja tveir dómarar eins minnismerki frá Davíðstímanum.... báðir settir í embætti sín þrátt fyrir að margir hæfari væru í boði.

Í Valhöll situr hinn afsetti fyrrum framkvæmdastjóri og fer hvergi. Hann er minnismerki Davíðstímans í Valhöll og andar ofan í hálsmálið hjá þeim sem á að vera framkvæmdastjóri. Geir þorði líklega ekki að senda þennan minnisvarða Davíðstímans úr húsi.

Í stjórn Seðlabankans situr svo frægasta afsprengi risaeðlutíma Davíðs Hannes Hólmsteinn og þiggur þar brauðmola úr lófa foringjans og styður hann í rauðan dauðan við efnahagsstjórnina.

Ríkislögreglustjóri er enn eitt dæmið þegar afkomandi Sjálfstæðisflokksins var settur yfir embætti, sem allir eru sammála um að hann ræður ekki við. En það er gott að vera í réttum flokki og formanninum þóknanlegur fyrir ætternissakir.

Það er komin ný öld og risaeðlurnar horfnar að mestu. Þó virðist sem nokkrar þeirra hafi gleymst í Valhöll og þar valda þær flokknum bláa ómældu tjóni á hverjum einasta degi. Þeir standa sem fastast gegn framförum og framþróun og formaður þessum fyrrum sterka flokki þorir ekki að leggja til atlögu og koma síðustu risaeðlunum á safn. Á meðan valda þær ómældu tjóni fyrir flokkinn og stundum heldur maður að verk þeirra og gjörðir miði að því að grafa undan formanninum sínum.

Geir Haarde er veikur leiðtogi. Meginástæða þess er að hann fær ekki og getur ekki stjórnað flokknum í friði. Hann þorir ekki að breyta kúrs og leiða þjóðina inn í framtíðina. Hann samþykkir að fyrrum formaður haldi flokknum og stefnumálunum í gíslingu risaeðlutímans.

Að svona gerist er þekkt. Á eftir voldugum og grimmum leiðtogum koma oftast veikir arftakar. Það er af því sterkir leiðtogar drepa af sér samkeppni og hæfustu einstaklingarnir hætta og eftir sitja meðalmenn og jábræður, þetta er vandi Geirs Haarde í dag og þar með vandi þjóðarinnar og framtíðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818140

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband