Ráðherraskipti verða að eiga sér stað.

Það hlýtur að líða að því að BB fari í annað. Stjórnsýsla hans og viðbrögð eru komin langt út fyrir það sem hægt er að kalla eðlilega stjórnsýslu. Lýsing Jóhanns R Benediktssonar á fundi hans og Björns sýnir vel hversu fjarri það er að þessi svokallaði ráðherra sé í jarðsambandi.

Þjóðin lýsir ábyrgð á hendur leiðtogum stjórnarinnar að koma þessum manni í almenna þingmannsstöðu og lágmarka þann skaða og álitshnekki sem hann kostar þessa ríkisstjórn. Hver hefur sinn djöful að draga er sagt og þesssi svokallaði ráðherra er einn af þeim... sennilega sá skaðlegasti.

Næsti fasi í þessu leikriti er væntanlega að hann finnur einhvern frænda eða frænku Davíðs til að stinga þarna inn í embætti eða kannski bara einhvern flokksgæðinginn. BB verður ekki bumbult af því eins og dæmin sanna.

Það er krafa þjóðarinnar að lögregla landsins sé starfhæf.... lykillinn að því að svo geti orðið er að láta Björn Bjarnason segja af sér eða reka hann ella.


mbl.is Björn segir að fylla þurfi skörðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hver svarar til saka ef eftirlit eftir fíkniefnum verður lakara og fleiri ánetjast? Ekki BB.

Villi Asgeirsson, 25.9.2008 kl. 07:51

2 Smámynd: corvus corax

Vanhæfi dúettinn, dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóri eru stórhættulegir almannareglu í landinu. Aðför þeirra að heiðarlegum stjórnendum innan lögreglunnar er svipuð og aðfarir Ceaucescus Oddssonar gegn meintum óvinum eins og t.d. þegar hann lagði niður Þjóðhagsstofnun að því þar höfðu menn sjálfstæðar faglegar skoðanir á hlutunum en gleyptu ekki allt hrátt frá Ceaucescu sjálfum. Nú er brýnast, fyrir utan verðtryggingu launa, að leggja niður ríkislögreglustjóraembættið þar sem greinilegt er að það skiptir ekki máli hvaða fífl situr þar skv. reynslunni, svo þarf að leggja niður Seðlabankann því hann stundar eingöngu skemmdarverkastarfsemi gegn heimilunum í landinu. Svo er sjálfsagt að leggja niður embætti dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra og endurreisa þau aftur þegar fávitarnir sem þar sitja eru foknir út í veður og vind.

corvus corax, 25.9.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband