Skjálfandafljót ekki valkostur.

Það er gott að farið sé yfir virkjanakosti á Íslandi. Þó svo menn vilji ekki viðurkenna það er farið að þrengja að þeim valkostum sem eru í boði. Við forgangsröðun og skoðun á því hvar má virkja og í hvaða röð og síðan því hvar má ekki virkja mun margt breytast.

Það dæmi sem nefnt er í þessari frétt er að mínu mati ekki virkjanakostur. Skálfandafljót verður ekki virkjað með þeim hætti sem menn hafa látið sig dreyma um. Það er með Skjálfandafljót eins og Hvítá, virkjanir í þeim eiga ekki að koma til greina. Fossarnir Gullfoss, Goðafoss og Aldeyjarfoss eru heilög vé í íslenskri náttúru og stjórmálamenn og virkjanaæsingamenn mun aldrei koma þeim gjörningum í gegnum fólkið í landinu. Ég held að vitrænt væri af stjórnmálamönnum að spara sér þó óþægindi að reyna slíkt.

Nú er verið að stofna samtök Skjálfandafljóti til varnar. Kannski er það nauðsynlegt í ljósi sögunnar og aldrei að vita hvenær dómgreindarleysið og græðgin slær glýgju í augu stjórnmálamanna og hagsmunaaðila.

Öræfin upp með Skjálfandaflóti og fossarnir í því eru þjóðargersemar sem enginn heilvita maður á að láta sér detta í hug að eyðileggja. Skjálfandafljót og umhverfi þess á að taka frá fyrir komandi kynslóðir. Skjálfandafljót og umhverfi þess á að setja á lista yfir náttúrugersemar og vernda það fyrir skammsýni og heimsku líðandi stundar.


mbl.is Krafturinn í fórum þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll nafni.

Þú veist væntanlega að allt útlit er fyrir að það þurfi orku úr Skjálfandafljóti fyrir álver á Bakka?  Við vorum báðir á kynningarfundinum á KEA þar sem þetta m.a. kom skýrt fram.

Jón Kr. (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 10:24

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það var skoðun þess sem þar lagði upp mál. Orka til Bakkaálvers mun ekki koma úr Skjálfandafljóti. Slíkt mundi leiða til gríðalegra óreirða og ósamkomulags með þjóðinni og á Kárahnjúkaumræðuna er ekki bætandi. Við erum vonandi að vitkast aðeins.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.9.2008 kl. 10:35

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er bara tímaspursmál hvenær þetta verður virkjað. Fólk getur mótmælt, en það hefur ekki stoppað neinn hingað til.

Villi Asgeirsson, 28.9.2008 kl. 12:52

4 identicon

Ég man ekki eftir að hafa séð neinn fyrirvara hjá stórnarflokkunum varðandi stuðning við álver á Bakka um að orkan komi ekki úr Skjálfandafljóti, enda alltaf legið fyrir að þaðan komi orkan að hluta.

Jón Kr. (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 15:01

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Við skulum bara halda okkur við Fagra Ísland... það dugar mér.


Umhverfismál eru á meðal brýnustu verkefna næstu ríkisstjórnar. Að mati Samfylkingarinnar er núna einstakt tækifæri til að ná víðtækri sátt um verndun verðmætra náttúrusvæða landsins, gera skýra áætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og taka upp græna atvinnustefnu. Samfylkingin vill:

  • Slá ákvörðunum um frekari stóriðjuframkvæmdir á frest þangað til fyrir liggur nauðsynleg heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð.
  • Tryggja friðun Skjálfandafljóts, Jökulánna í Skagafirði, Torfajökulssvæðisins, Kerlingarfjalla, Brennisteinsfjalla og Grændals.
  • Efla þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi til að afstýra hættulegum loftslagsbreytingum og kynna um leið íslenska tækni til að nýta hreina orku.
  • Úthluta mengunarkvótum til stóriðju eftir sanngjörnum leikreglum og gegn gjaldi, þannig ekki sé gengið á svig við alþjóðlegar skuldbindingar, og kanna hvort ráðlegt sé að taka upp úthlutun og markað hjá öðrum losunarfyrirtækjum.
  • Beita hagrænum hvötum og öðrum áhrifaríkum aðferðum til að minnka notkun mengandi eldsneytis í samgöngum og hvetja til orkusparnaðar í sjávarútvegi með það að markmiði að gera Ísland óháð mengandi orkugjöfum.

Ítarlegri stefna PDF



Jón Ingi Cæsarsson, 28.9.2008 kl. 15:20

6 identicon

Þú veist það eins vel og ég að ríkisstjórnin og Samfylkingin er ekki að standa við Fagra Ísland.  Því skildi annar liðurinn halda betur en sá fyrsti?

Jón Kr. (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:14

7 Smámynd: Helena Sigurbergsdóttir

langar að benda ykkur á þessa síðu http://skjalfandafljot.is/

kveðja Lella 

Helena Sigurbergsdóttir, 30.9.2008 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818055

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband