16.9.2007 | 18:36
Döpur Formúla
Ég hafði mjög gaman af Formúlu hér fyrir nokkrum árum. Mikið fjör, fullt af uppákomum, bilunum, framúrökstrum og sprungnum vélum. En þetta hefur breyst og þessi kappakstur er að verða heldur þurr skemmtan. Það liggur við að úrslit ráðist í tímatökum. Svo er bílunum stillt upp og svo aka menn nokkra tugi hringja í halarófu og reyna lítið eða geta ekkert reynt.
Svo ráðast úrslit í dómssölum meira og minna og nú eru úrslit ráðin í keppni bílasmiða eftir að öll stigin voru dæmd af MacLaren.
Þetta er að verða álíka spennandi og horfa á leikfangalest aka hring eftir hring á teinum. Ég er sem sagt hættur að nenna að horfa á þetta sjónvarpsefni. Lengi hélt maður í vonina að þetta lagaðist en því miður...ekkert spennandi lengur.
Svo skilst mér að sjónvarp allra landsmanna hafi misst sýningarréttinn á þessu efni og það sé á leið annað. Líklega endar með að ríkisstjórnvarpið heldur íslensku glímunni og svo má skoða bobbsleðakeppnir í Austurríki. Það virðist sem íþróttadeild þessara ágæta hafi endanlega tapað samkeppninni við hinar stöðvarnar.
Öruggur sigur hjá Räikkönen og yfirburðir Ferrari miklir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er líka þónokkuð af kvennaknattspyrnu og frjálsum íþróttum. Ég er mikill íþróttaáhugamaður og ekki síst fótboltabulla. Hins vegar er bara ákveðinn léttir að hafa ekki keypt áskrift að enska boltanum. Það er ekki hollt að gera sig háðan sjónvarpsglápi.
En ég mun sakna Formúlunnar samt. Gunnlaugur Rögnvalds er algjör súper sjónvarpsmaður og gerir þetta alltaf spennandi.
Jón Halldór Guðmundsson, 17.9.2007 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.