20.7.2007 | 08:58
Hjásetur og afstöðuleysi.
Það er ábyrgðarstarf að vera bæjarfulltrúi. Kjósendur velja sér fólk til að starfa að málefnum bæjarins af festu og ábyrgð. Stundum koma upp mál sem skiptar skoðanir eru um og þá reynir á ábyrgð og hæfni hinna kjörnu fulltrúa. Í mörgum málum er þetta einfalt og þægilegt og menn taka afstöðu í málum sem hreint fyrir. Önnur mál eru erfiðari og oft á tíðum þurfa bæjarfulltrúar að kafa djúpt í málin til að átta sig á hver staðan er. Hún er sjaldast svart - hvít og því mikilvægt að kjörnir fulltrúar kynni sér mál í hörgul til að geta tekið bestu ákvörðun samkvæmt samvisku sinni. Það er oft mikil vinna og stundum flókið að taka ákvarðanir sem ekki öllum líkar. En það er víst nauðsynleg því annars fæst seint niðurstaða í sum mál þegar skoðanir eru skiptar.
Að sitja hjá er oft á tíðum ódýrasta lausnin sem stjórnmálamönnum dettur í hug. Það hefur mér alltaf þótt bera vott um ábyrðarleysi eða leti. Mér finnst það bera vott um lítið hugrekki og litla pólitíska ábyrgð. Stjórmálamenn eru kosnir til að stjórna samfélaginu og það eiga þeir að gera samkvæmt bestu samvisku. Hjásetustjórnmál skila seint árangri og mér finnast það heldur litlir karlar sem taka lítinn þátt í stefnumótun og hugmyndasmíð mæti svo til leiks troðfullir af gagnrýni og neikvæðni og sitja síðan hjá í lokin. Þetta finnst mér að beri vott um pólitískt hugleysi eða ábyrgðarleysi. Okkur sem kosin erum til verka ber að vinna fyrir umbjóðendur okkar af ábyrgð og samkvæmt bestu samvisku. Þeir ætluðust örugglega ekki til að við sætum hjá í flestum málum. Það er heiðarlegt að hafa afstöðu og standa við hana en hitt er víst billegast sort stjórnmála og til lítils sóma.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818826
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér dettur helst í hug Gunnar Svavarsson og sf í Hafnarfirði.
Óðinn Þórisson, 20.7.2007 kl. 09:27
Mér kemur í hug einn ákveðin ,,stjórnmálamaður" í bæjarstjórn Akureyrar hann þekkja flestir fyrir það eitt að sitja næstum alltaf hjá.
Páll Jóhannesson, 20.7.2007 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.