Umhverfisnefndin komin í spilið

Öskuhaugar 5Öskuhaugar 4

Nú er að hefjast umhverfisátak á Glerárdal að austan. Það er svæði sem sorphaugar Eyjafjarðar hafa verið staðsettir í áratugi. Menn hafa fært sig ofar og ofar í dalinn eftir því sem plássið hefur klárast og nú er svo komið að fullri hæð er náð og svæði við eina helstu útivistarperlu Akureyrar er undirlagt. Umhverfisnefndin hefur valið þetta svæði í tengslum við samnorrænt verkefni um endurheimt lífræðilegs fjölbreytileika.

Umhverfisstofnun - samnorrænt verkefni

Verkefnastjóri fór yfir áframhaldandi vinnu við samnorræna verkefnið um verndun líffræðilegs fjölbreytileika sem Akureyrarbær er þátttakandi í.
Nefndin þakkar verkefnastjóra kynninguna á þessum þremur verkefnum sem vinna á að og felur honum áframhaldandi vinnu að verkefninu sem felst meðal annars í ítarlegri skilgreiningu
Verkefnin eru:
1. Endurheimt gróðurlendis á Glerárdal (fyrrum sorphaugar)
2. Fjölgun fuglategunda í Krossanesborgum (fólkvanginum)
3. Endurheimt votlendis og aukið fuglalíf í Naustaborgum.

Sorpeyðing Eyjafjarðar var lögð niður fyrir nokkru og við tekur nýtt fyrirtæki "Flokkun" sem fjöldi sveitarfélaga við Eyjarfjörð tekur þátt auk fyrirtækja. Það er framundan geysilegt verk á Glerárdal og ekki er hægt að hrósa okkur fyrir umgengni og starfshætti á þessu svæði í áranna rás. Nú skal gerð bragabót á og endurheimt náttúrugæða er að hefjast auk þess sem jafnt og þétt verður dregið úr starfssemi á svæðinu.

Myndirnar sem fylgja tók undirritaður í gær og nú sem endranær beið mikið mávager þess að fá í gogginn á svæðinu. Að fóðra fugl með þessu lagi er auðvitað brot á lögum og reglum um sorp og sorpurðun og á því verður að taka og það strax. Þetta hefur fengið að vera í friði allt of lengi og menn hafa skellt skollareyrum við ábendingum og þusi í áranna rás. Nýr framkvæmdastjóri Flokkunar hefur lýst eindregnum vilja til að taka þetta föstum tökum og ég er afar bjartsýnn á að þetta svæði verði á næstu misserum lagað svo sómi verði af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband