Ætisskortur eða ?

Þá er sílamávurinn horfinn úr Reykjavík eins og krían frá Núpskötlu. Það kom fram í fréttum fyrir nokkrum dögum að ekki einn einasti kríuungi komst upp úr því stórar varpi. Þar er krían horfin og fór meira að segja frá eggjum í hreiðri í sumum tilfellum. Flest bendir til að ætisskortur sá sem sagt hefur verið frá, sé að hrekja fuglinn frá landinu miklu fyrr en vanalega. Sennilega er sama ástæða fyrir hvarfi sílamávs við Reykjavík því hann er á sama hátt og krían, mjög háður sandsílinu sem virðist horfið.

Ástand lífríkis í hafinu umhverfis Ísland er áhyggjuefni. Ljóst er að varp kríu hefur brugðist tvö ár í röð og lundinn er í miklum vandræðum og hefur stórfækkað t.d. í Vestamannaeyjum einu helsta varpi landsins. Auk þess hafa borist fréttir af mikilli fækkun lunda í björgum fyrir vestan. Hér við Eyjafjörð hefur verið heldur lítil umræða um stöðu mála en mér hefur sýnst að kría og mávur séu hér í miklu minna mæli en var áður. Sérstalega finnst mér vanta kríuna í umhverfið og það er skarð fyrir skildi þegar sá fagri og háværi fugl hverfur.

Ég er enn gáttaður á aðferðum Reykvíkinga í aðförinni að sílamáf. Eitur og skotárásir á fugl sem á undir högg að sækja vegna ætisskorts er til lítils sóma og ber vott afar takmarkaðs skilnings og lífríki og fánu þessa lands. Ég hefur áður sagt og skrifað að aðför þessi beri vott um alvarlega grunnhyggini og skammsýni. Ég vona svo sannarlega að menn fari að átta sig á hvað þeir eru að gera með þessum aðferðum. Þetta hefur í besta falli engin árhrif og menn hrekja ekki fuglinn í burtu með þessum aðferðum.

 
mbl.is Sílamávurinn lætur sig hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

svo sannarlega sammála þér.. vildi að ég hefði getað bloggað af eins miklu viti og þú um málið

Óskar Þorkelsson, 20.7.2007 kl. 09:18

2 Smámynd: Sævar Finnbogason

Mávurinn virðis hafa fært sig útfyrir borgina. Hann er ekki horfinn. Það er máva byggð rétt hjá heimilli mínu í Hvalfirði og núna síðustu daga hefur fjölgað mikið í henni af fullorðnum fugli. Þetta er fugl sem kemmur annarsstaðar frá ekki ungar úr varpinu. Að auki hegðar hann sér einsog hann hafi ekki nóg æti annig að ég held að hann sé svangur

Það má vera að mávurinn eigi eitthvað undir högg að sækja EN ÞAÐ FER FJÆRRI ÞVÍ AÐ HANN SÉ Í ÚTRÝMINGARHÆTTU eða að stofninn sé svo lítill að hafa þurfi áhyggjur af. 

Mávar eru miklir tækifærissinnar og hafa mikla aðlögunarhæfni. þeir geta étið nánast hvað sem er og eru sú tegund fugla sem á lang besta möguleika á að lifa af vegna þessa að auki er þeim einginn teljandi hætta af öðrum dýrategundum.

Mávar hafa verið að sækja lengra og lengra inn á land og hafa verið að færa sig inní borgir út um allan heim. Þeir hafa hreinlega verið að breyta hegðun sinni.

Maðurinn hefur teið það upp hjá sér að halda ýmsum dýrum í skefjum eins og rottum, músum, mink, ref og skordýrum vegna þess að okkur fynnast þau hafa truflandi áhrif á líf okkar og/eða valda skaða og óþægindum og mávurinn er bara ein af þessum tegundum. Líkt og geitungurinn og mýsnar sem eru nú reyndar ferlega sætar, sérstaklega ungarnir.

Sævar Finnbogason, 21.7.2007 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818149

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband