Mjög gott mál

Nú er endanlega ljóst að einkafyrirtæki af mörkinni eignast ekki ráðandi hlut í orkufyrirtæki. Slíkt hefði markað ákveðin kaflaskil í einkavæðingarferlinu á Íslandi. Við höfum þegar, illu heilli afhent hlutafélagi í einstaklingseign grunnnet símans og fleira sem snerti grunnstoð samfélagsins. Slík þróun leiðir ekki til velfarnaðar til lengri tíma að mínu mati og leiðir ótvírætt til hækkaðs verðs til neytenda og verri þjónustu við dreifðari byggðir sem ekki er eins mikið að græða á.

Það þarf að standa vörð um grunnþjónustu og alls ekki má selja yfirráð yfir þessum eignum þjóðarinnar. Alls ekki má selja póstþjónustu, ríkisútvarp, vatnsveitur, orkufyrirtæki eða annað það sem færir yfirráð frá þjóðinni til stóreignamanna eða annarra þeirra sem horfa á rekstur þessa með gróðarjónarmið sem stærsta viðmið. Því miður hafa menn þegar gert mistök með grunnnet símans og við eigum eftir að bíta úr nálinni með það heimskuspor.

Einkavæðing og hagræðing á vel við á ýmsum sviðum og er nauðsynleg. En þegar kemur að grunnþjónustu landsins og lykil að búsetu og lífsgæðum á að halda yfirráðum og eignarhaldi hjá þjóðinni sjálfri.


mbl.is Þrjú sveitarfélög hafa ákveðið að nýta forkaupsrétt í HS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818082

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband