Undarlegar hryðjuverkaárásir.

Þetta er undarlegt ferli sem við höfum orðið vitni að undanfarna daga á Bretlandi. Nokkrar tilraunir eru gerðar til hryðjuverkaárása en þær annað hvort misheppnast eða er komið í veg fyrir þær. Þetta virkar á mig sem að þessir meintu hryðjuverkamenn séu leikmenn og það meira að segja klaufskir leikmenn.

Þeir ætla að nota gas sem meginuppstöðu sprenginga en flestir sem þekkja gas og gaskúta vita að það þarf mikinn eld og lengi til að sprengja slíka kúta. Þeir skilja eftir farsíma í bílum sem hægt er að nota til að rekja mál beint til þeirra og þeir leggja bílum ólöglega á áberandi stöðum og af áberandi gerð þannig að eftir þeim er tekið. Bensín er illa frágengið í þeim og fer að leka. Bíl er ekið á flughöfnina í Glasgow en stálbitar sem settir voru í dyraumbúnað nýlega stöðva bílinn. Fagmenn hefðu vafalaust tekið eftir þessu.

Þetta er allt svo ótrúlega klaufalegt að maður gæti haldið að þetta sé einhverskonar forleikur að því að draga athygli frá öðru og faglegra. Sú hugsun veldur mér leikmanninum áhyggjum og ég held að breska lögreglan hljóti að deila þeim áhyggjum með mér.


mbl.is Varaði við hryðjuverkum á Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er akkúratt það sem ég hugsaði eftir að hafa heyrt allar þessar fréttir! Ég á bágt með að trúa því að þeir séu svona misheppnaðir.. en maður veit aldrei. Vonandi eru þeir það!

Karitas (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 13:06

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég deili þessum áhyggjum líka með þér, þetta er allt hið einkennilegasta. Alveg eins og eftir 11. september er alltof margt sem stenst ekki eða er með ólíkindum við frásögn og skýringar yfirvalda á atburðunum. Sjá nánari skrif á mínu eigin bloggi.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.7.2007 kl. 14:01

3 identicon

Mjög rétt, EF þetta voru mislukkaðar árasir (sem það í rauninni voru) en ekki eitthvað annað eins og hér var verið að segja, þá er það mjög asnalegt því þessir sömu menn áttu að hafa rænt 4 flugvélum og hitt 75% af þeim skotmörkum sem þeir ætluðu sér. Sem er líka algerlega fáránlegt. Við erum að sjá mikla spennu byggjast upp í fjölmiðlum varðandi þetta allt saman, spurning hvort það sé viljaverk þessara miðla í þeim tilgangi að réttlæta viðbrögð við einhverju sem á eftir að gerast á næstunni.

Það er eitthvað að fara að gerast sem toppar þetta allt saman, spurning hvað það er? Ég hef lúmskan grun um eitthvað tengt kjarnorkusprengju.....

Einar - No$stradamus (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 23:46

4 Smámynd: Hörður Jónasson

Mikið rétt, þetta er allt voða klaufalegt hjá þeim.

En það sem gerir þetta svona ómarkvert hjá þeim, er það að leyniþjónustur Breta og Bandarríkanna eru með svo mikinn viðbúnað og fjölmenna sveit sem fylgist með öllu.

Þannig eiga þessir hryðjuverkamenn erfitt uppdráttar við að skipuleggja sín voðaverk.

Kveðja, Hörður

Hörður Jónasson, 6.7.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 818199

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband