Ekki flokkslínur sem ráða.

Það eru ekki flokkslínur sem ráða skoðun manna á staðsetningu flugvallar á höfuðborgarsvæðinu. Það er fyrst og fremst búseta og hagsmunir sem ráða því hvaða skoðun menn hafa á þessu máli og það er löngu vitað.

Ég deili þeirri skoðun minni með samgönguráðherra að flugvöllur eigi að vera í Reykjavík. Auðvitað eru það fyrst og fremst hagsmunir þeirra sem þurfa að sækja höfuðborgina af ýmsum ástæðum sem vega þungt í skoðun fólks á landsbyggðinni. Það er líka skoðun mín að ef Reykjavík og Reykvíkingar hafa áhuga á því að borginn standi undir nafni sem höfuðborg Íslands þarf einhverju til að kosta. Það er ekki eingöngu hægt að græða á slíku eins og Reykavík gerir óneitanlega. Við landsbyggðarmenn vildum alveg vera lausir við að þurfa að koma þarna ýmissa erinda. Við vildum alveg að þjónusta við sjúka og slasaða væri öflugri á landsbyggðinni en hún er, þá þyrftum við ekki að koma eins oft.

Við vildum alveg að ráðuneyti og Alþingi væri t.d. hér við Eyjafjörðinn, það myndi spara mörgum sporin til Reykavíkur. Þá ef til vill mundu Reykvíkingar skilja hversu mikilvægt það væri að hafa flugvöll nærri slíkri þjónustu. Það væri óhentugt að hafa ráðuneytin á Akureyri og flugvöllinn í Ólafsfirði. Það er sambærilegt sem menn leggja til þegar talað er um völlinn í Keflavík.

Því miður eru skoðanir margra höfuðborgarbúa á þessu máli eigingjarnar og lítt upplýstar. Þær byggja fyrst og fremst á þröngum eiginhagsmunum og eru eiginlega sorglegar.

Það eru ekki flokkslínur sem ráða skoðunum á Reykjavíkurflugvelli heldur búeseta og skynsemi. Ef Reykjavík vill ekki vera höfuðborg og þjóna sem slík eiga borgaryfirvöld að afsala því með formlegum hætti og þá getum við hafist handa við að flytja höfuðborgina og höfuðborgarstarfssemina í Eyjafjörð, við bjóðum það velkomið með öllu sem því fylgir.


mbl.is Ekki eining innan Samfylkingar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband