Mikil lukka !

Jæja, það var gott að menn tóku eftir því í tíma að laun seðlabankastjóra voru allt of lág. Það væri hreinlega til skammar fyrir okkur Íslendinga að það fréttist um heiminn að seðlabankastjórarnir okkar hreinlega liðu skort og jafnvel gætu farið að þjást úr næringarskorti.

Það var auðvitað skandall að laun þeirra voru ekki nema 12 föld lægstu laun og það sér það hver maður að slíkt má ekki fréttast.  Mér líður eiginlega vel með hversu glöggir menn voru að taka eftir þessum smánarlaunum. En nú verður bætt úr og seðlabankastjórarnir munu nú hafa 14 föld lægstu laun og mesta voðanum bægt frá í bili. Ég vona svo sannarlega að þessir glöggu menn sem tóku eftir þessari launasmán beini nú sjónum að kjörum aldraðra og öryrkja og meðhöndli þeirra kjör á sama hátt sem ég geri ráð fyrir að verði.

En hvað sem öðru líður....það er frábært að þessi nýríka þjóð geri vel við embættismenn sína og enn betra að þessir gríðarlega mikilvægu embættismenn fái tæplega tvöföld verkamannalaun í hækkun svona án þess að biðja um það.


mbl.is Samþykkt að hækka laun seðlabankastjóra um 200.000 kr. á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Æi greyin - ekki veitti af, manni skilst að þeir hafi lapið dauðan úr skel og ekki viljum við að þeir eigi ekki fyrir salti í grautinn eða hvað?

Páll Jóhannesson, 6.6.2007 kl. 08:23

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Rétt Páll.... sumir hafa verið svo leiðinlegir að kalla þá sjálftökulið og afætur en það er ekki svo. Auðvitað eru þeir þjóðhagslega hagkvæmir og duglegir menn.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.6.2007 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband