Spurning um mismunun.

Ekki ætla ég að hafa neitt á móti því að þeir sem vilja geti nýtt sér hugmyndafræði Hjallastefnunnar. Ég er ekki sannfærður um ágæti hennar enda trúi ég ekki á aðskilnað, hvorki kynja, kynþátta, ríkra eða fátækra. En ef þetta er rétt sem hér segir í fréttinni.

"

Í þeim samningi sem nú liggur fyrir er heimilað að Hjallastefnan rukki allt að 15% hærra gjald á Laufásborg en á öðrum leikskólum Reykjavíkurborgar. Það telja fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna ekki boðlegt. Aðgengi að leikskóla á að okkar mati ekki að vera háð efnahag. Í það minnsta er ekki eðlilegt að borgaryfirvöld stuðli að því að fjölga slíkum plássum eins og hér er lagt til.

Þó börn sem nú eru skráð í leikskólann muni búa við óbreytt gjöld er fyrirsjáanlegt að börn, jafnvel á sama aldri, verði látin greiða mishátt gjald fyrir sömu þjónustu í leikskólanum næstu árin eftir því hvort leikskóladvöl þeirra hófst fyrir eða eftir upphaf tilraunaverkefnisins, en það telja fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna óviðunandi og stangast á við jafnræðisreglu," að því er segir í bókun Samfylkingar og VG. "

 Tilvitnun lokið.  Ég er eiginlega varla að trúa því að einhverri stefnu sé heimilað að rukka foreldra um hærra gjald en á almennum leikskólum. Ef svo er, er ég sammála bókun Oddnýjar og Svandísar.

Það á alls ekki að heimila það að einum leikskóla sé leyft að rukka hærra gjald. Það stuðlar að óréttlæti í þjóðfélaginu og mismunar ríkum og þeim sem minna mega sín. Ég er eiginlega hissa á að höfundi Hjallastefnunnar líki þessu hugmyndafræði hvað varðar fjárhagslega mismunun vegna barna. Þetta hljóta vera mistök eða misskilningur.

 


mbl.is Greiddu atkvæði gegn samningi við Hjallastefnuna um Laufásborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818217

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband