27.3.2007 | 23:09
Svefnlyf...eru menn í lagi ?
Ég er hissa. Hvernig dettur mönnum í hug að það gagnist að fara í eiturefnaherferð gegn sílamáfi. Stofnin á Suðvestur - horninu telur tugi þúsunda fugla og er sami stofn. Þó svo menn drepi nokkra fugla í Reykjavík mun ekki sjást högg á vatni. Sílamáfur verpir í maí og kemur upp fleygum ungum um mitt sumar. Af einhverjum ástæðum hefur skort æti í hafinu og þess vegna leitar máfurinn lengra og oftar inn í land og þar sem æti er að hafa.
Mér finnst það mjög skondið þegar menn fara sortera dýr og fugla náttúrunnar í góðu og vondu dýrin. Slík sortering byggir á tilfinningum hvers og eins. Máfar eru vondu fuglarnir af því þeir éta unga sætu fuglanna. Örninn er vondi fuglinn af því hann skemmir æðarvarpið fyrir einhverjum sem ætla að græða á því. Ég hefði svolítið gaman af að sjá hvernig Gísli Marteinn og félagar í Reykjavík sortera fuglana. Er til listi frá umhverfisnefnd Reykjavíkur þar sem þeir eru flokkaðir...svona í "file".
Síðan fer umhverfisnefndin með litla Rambó í broddi fylkingar og eitrar og skýtur allt sem þeir er ekki þóknanlegt. T.d. fuglar sem kúka á gangstéttir eru vondir fuglar, fuglar sem borða brauðið frá brabra á Tjörninni eru vondir fuglar. Ég tala nú ekki um fugla sem garga mjög hátt þeir eru auðvitað ofarlega á dauðalista Rambó og félaga. Er hægt að treysta svona mönnum fyrir umsjón náttúrverndarmála hjá sveitarfélagi.
Náttúrufræðistofnun leggst gegn fugldrápi með svefnlyfjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.