Svefnlyf...eru menn í lagi ?

Ég er hissa. Hvernig dettur mönnum í hug að það gagnist að fara í eiturefnaherferð gegn sílamáfi. Stofnin á Suðvestur - horninu telur tugi þúsunda fugla og er sami stofn. Þó svo menn drepi nokkra fugla í Reykjavík mun ekki sjást högg á vatni. Sílamáfur verpir í maí og kemur upp fleygum ungum um mitt sumar. Af einhverjum ástæðum hefur skort æti í hafinu og þess vegna leitar máfurinn lengra og oftar inn í land og þar sem æti er að hafa.

Mér finnst það mjög skondið þegar menn fara sortera dýr og fugla náttúrunnar í góðu og vondu dýrin. Slík sortering byggir á tilfinningum hvers og eins. Máfar eru vondu fuglarnir af því þeir éta unga sætu fuglanna. Örninn er vondi fuglinn af því hann skemmir æðarvarpið fyrir einhverjum sem ætla að græða á því. Ég hefði svolítið gaman af að sjá hvernig Gísli Marteinn og félagar í Reykjavík sortera fuglana. Er til listi frá umhverfisnefnd Reykjavíkur þar sem þeir eru flokkaðir...svona í "file".

Síðan fer umhverfisnefndin með litla Rambó í broddi fylkingar og eitrar og skýtur allt sem þeir er ekki þóknanlegt. T.d. fuglar sem kúka á gangstéttir eru vondir fuglar, fuglar sem borða brauðið frá brabra á Tjörninni eru vondir fuglar. Ég tala nú ekki um fugla sem garga mjög hátt þeir eru auðvitað ofarlega á dauðalista Rambó og félaga. Er hægt að treysta svona mönnum fyrir umsjón náttúrverndarmála hjá sveitarfélagi.


mbl.is Náttúrufræðistofnun leggst gegn fugldrápi með svefnlyfjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband