Fjármála og heilbrigðisráðherrar í blindgötu.

 

Um helmingur sérfræðimenntaðra lækna á Sjúkrahúsinu á Akureyri er eldri en 55 ára. Á næstu fimm árum munu níu sérfræðilæknar á sjúkrahúsinu láta af störfum sökum aldurs. 

Stórir hópar lækna á leiðinni í verkfall.

Gríðarleg óánægja er í heilbrigðisstéttum.

Heilbrigðisstarfsfólk streymir úr landi þar sem þeim bjóðast hátt launuð störf og eðlilegt vinnuálag.

Heilbrigðisráðherra segir kröfur sanngjarnar og eðlilegar.

Fjármálaráðherra segir að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk fái engar úrbætur umfram aðra.

Ríkisstjórnin stefnir heilbrigðiskerfi þjóðarinnar inn í blindgötu sem leiðir til alvarlegs þjónustufalls og fólksflótta.

Heilbrigðiskerfið á Íslandi mun því falla úr þeim sessi að vera fyrsta flokks kerfi að Evrópskri fyrirmynd í þriðjaflokks kerfi þar sem notast er við gömul tæki, ónýtt húsnæði og allir hæfustu og bestu sérfræðingarnir farnir annað.

Eftir sitja læknar og hjúkrunarfólk sem komið er nærri starfslokum, af því að fólk á þeim stað í lífinu vill ekki og getur ekki  farið í víking til útlanda. 

En það vinnuafl þrýtur á næstu árum.

Einhvervegin hefur maður á tilfinningunni að landsmenn átti sig ekki á hvert stjórnvöld eru að stefna málum á Íslandi. 

 


mbl.is Alvarlegur læknaskortur blasir við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er í raun ennþá verra. Eitt er að við sérmenntum ekki lækna á Íslandi og þeir þurfa að fara utan til að afla sér sérmenntunar og það tekur 5-11 ár. Þetta er sérnám í skurðlæknum, krabbameinslækningum, hjartalækningum ofl. ofl. allt menntun sem íslenskt heilbrigðiskerfi þarf sárlega að hafa. Árið 2007/2008 hrundu lífskjör á Íslandi og síðan hefur heilbrigðiskerfinu farið hraðfara hrakandi, það var um 20% raunniðurskurður á Landspítalanum samfara því að aðsókn jókst.

Ástandið á Íslandi er núna þannig að næstum 30% lækna eru 60 ára og eldri, næstum 60% 50ára og elri.

Til viðbótar þessu er íslenska þjóðin að eldast að meðaltali vegna gríðarlegra stórra árganga sem eru að skríða yfir 60 og 70tugt og það mun margfalda álag á heilbrigðisþjónustinni á öllum sviðum. Þetta á ekkert að koma á óvart enda margfyrirséð. Það vantar um 60 heimilislækna á höfuðborgarsvæðið og fjölmarga út um landið allt.

Vandamál Íslands er að það er orðið em og fólk er farið að líta á það sem útkjálka. Það þykir orðið ekkert spennandi að koma til Íslands á lágum launum, gríðarlega vaktabyrði, ömurlega vinnuaðstöðu og verða eins og einn kunningi minn sagði það blóraböggull fyrir hörmulegt ástand. Ég er því miður mjög svartsýnn á ástandið. Launakjör og aðstaða td. íslenskra lækna er í raun komin út fyrir Evrópu, Norður-Ameríku og ríkari hluta Miðausturlanda og Asíu.

Það er gríðarleg samkeppni um hæft fagfólk og það er boðinn flutningskostnaður, húsnæði, dagvist, launakjör, rannsóknaraðstaða og eftirmenntun og íslenskia heilbrigðiskerfið. Sérfræðingur á í myndgreiningu getur td. unnið á netinu frá Reykjavík við að túlka myndir frá bæði Norður-Evrópu og Evrópu og það eru alþjóðlegir takstar sem gilda og það gefur viðkomandi 5-6 föld laun miðað við að mæta á Landspítalan.

Gunnr (IP-tala skráð) 4.10.2014 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818208

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband