3.10.2014 | 15:31
19 + 19 = 38. Hvar eru þingflokkar stjórnarflokkanna ?
Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa verið lítið áberandi í þeirri erfiðu umræðu sem farið hefur fram að undanförnu.
Fáeinir þingmenn stjórnarflokkanna hafa tjáð sig en flestir halda sig til hlés og gera sig lítið gildandi í umræðunni.
Það þýðir þó væntalega ekki að þeir séu að " gera ekki neitt " en óneitanlega vekur það athygli hversu fáir þeirra tjá sig um þau heitu mál sem verið hafa til umfjöllunar í fjölmiðlum og netheimum.
Þingflokkur Framsóknar er lít sýnilegur utan þess að einhverjir þar eru að ræða áburðarverksmiðjur og spilavíti sem er ef til vill ekki það sem Ísland þarf á að halda þessi misserin.
Sjálfstæðisþingmenn eru á sama róli helst að þá komi einn og einn geðvonskulegur pistill frá Brynjari Níelssyni. Að öðru leiti tjá sig engir þingmenn þeirra sig um eitt eða neitt, síðst af öllu þau heitu deilumál sem skekja þjóðfélagið þessar vikurnar.
Það er hreinlega með ólíkindum hversu þingmönnum valdhafanna tekst að halda sig utan umræðu og skoðanaskipta.
Kannski er það bara kostur fyrir ríkisstjórnina, framkvæmdavaldið fær þá frítt spil án aðhalds frá meirihluta Alþingis.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 818762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samfylkingarliðið hefur farið hamförum gegn flutningi Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar.Björt framtíð-Samfylking siguðu sínum manni fram, Bæjarstjóranum í Hafnarfirði með tilheyrandi lúðrablæstri, rúvvmætingu og allt Samfylkingarbullliðið á fjölmiðlunum mætti hjá bæjarstjóranum.Nú hefur Fiskistofa neyðst til að staðfesta, að 11 mans sem vinna hjá Fiskistofu eru búsettir í Hafnarfirði,af 62 sem vinna í höfuðstöðvunum þar.Samfylkingin er með allt niður um sig í baráttunni sem hún stendur í gegn Landsbyggðinni.
Sigurgeir Jónsson, 3.10.2014 kl. 21:15
Sigurgeir, Fiskistofumálið er dæmigert gott mál sem vanhæfur ráðherra eyðilagði með bjánalegum og óvönduðum vinnubrögðum. Því miður segi ég og mér sýnist meira að segja að samstarfsflokkurinn styðji það ekki. Maður getur ekki kennt öðrum um heimskupör Framsóknarmanna.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.10.2014 kl. 16:10
Þú veist væntanlega Sigurgeir að í Hafnarfirði er kominn nýr meirihluti sem samanstendur af, auk fulltrúa Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokknum? Ég veit ekki betur en allir bæjarfulltrúar Hafnarfjarðar hafi verið á móti þessum glórulausa flutningi. Að kvarta yfir því hvað Samfylkingin sé í einhverri sérstakri baráttu gegn þessu er bara fyndið, það eru það flestir utan XB.
Skúli (IP-tala skráð) 4.10.2014 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.