Ofstopi í garð opinberra starfsmanna.

„Marg­ar stofn­an­ir hafa þurft að skera mikið niður á yf­ir­stand­andi fjár­laga ári og m.a. þurft að segja upp starfs­fólki. Verk­efn­um þess­ar­ar stofn­ana hef­ur á sama tíma ekki fækkað og raun­ar hafa þau víða auk­ist. Starfs­fólk hins op­in­bera – sem sinn­ir vel­ferðar­mál­um, veit­ir heil­brigðis- og umönn­un­arþjón­ustu, sinn­ir ör­ygg­is­mál­um o.s.frv. – hef­ur unnið mikið og óeig­ingjarnt starf á síðustu árum á sama tíma og stöðugt hef­ur verið vegið að starfs­heiðri þeirra. Þetta sama fólk hef­ur þrátt fyr­ir illt um­tal, stöðugan niður­skurð og upp­sagn­ir sam­starfs­manna náð að sinna sín­um verk­efn­um og gert það vel. Þetta starfs­fólk á bet­ur skilið en þess­ar köldu kveðjur.“

segir Elín Björg formaður BSRB.

Þetta er sannarlega rétt hjá formanninum, ákveðnir þingmenn stjórnarflokkanna hafa komið fram af fyllsta dónaskap og mörg ummæli Vigdísar Hauksdóttur um starfsmenn ríkisins eru henni til skammar.

Auk þess eru margar fullyrðingar hennar rangar og það verður að gera þá kröfu að löglærður þingmaður tali af skynsemi og sanngirni.

Oft hefur maður efast um getu þessa ákveðna þingmanns en nú held ég að sé fullreynt að hún er óhæf í það starf sem henni hefur verið falið. 

Það er kannski á stefnuskrá núverandi stjórnvalda að losa sig við sem flesta ríkisstarfsmenn og flagga út vinnu þeirra til verktaka.

Þá eiga þeir bara að segja það og koma fram að kurteisi við fólkið í landinu, sama við hvað það starfar. 

 


mbl.is Sakar Vigdísi um ofsa í garð opinberra starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ábyrgðin á hallarekstrinum bitnar alltaf á þeim lægst settu og þeir eru reknir til að "spara"

til hvers eru stjórnir yfir opinberum stofnum? - Landsbókasafn, Fiskistofa osv.

aldrei axla þessar stjórnir neina ábyrgð á hallarekstrinum né lækka sín laun

Sumir forstöðumenn drýgja sínar tekjurnar með stjórnarsetu í einkafyrirtækjum - líkt og forstjóri Landsvirkjunar. 

Grímur (IP-tala skráð) 13.8.2014 kl. 22:04

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Og hversu margar rannsóknarnefndir þurfum við eiginlega?

Ásgrímur Hartmannsson, 14.8.2014 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818143

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband