Skemmdaverkamaðurinn í Heilbrigðisráðuneytinu.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt að ríkið muni taka yfir reksturinn, með sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Í bókum bæjarráðs í morgun segir að reksturinn eigi best heima hjá sveitarfélaginu, sem hluti af nærþjónustu við íbú og sé í samræmi við stefnumörkun Sambands íslenskar sveitarfélaga um aukin verkefni til sveitarfélaga.

____________

Nú hefur ráðherra heilbrigðismála Kristján Þór Júlíusson, fyrrum bæjarstjóri á Akureyri ákveðið að leggja af valddreifingu og lýðræðislegri skipan mála.

Hann færir klukkuna aftur um 17 ár og setur rekstur Heilsugæslunnar á Akureyri í hendur ráðuneytis á ný.

Það sýnir hugarfar þessa ráðherra ( áður bæjarstjóra ) að miðstýring er honum að skapi og í stað þess að halda áfram þeirri þróun að færa þjónustuna nær fólkinu fellur hann til baka um næstum tvo áratugi.

Ég held að flestir sem til þekkja geti hreinlega túlkað þetta sem skemmdarverk og ráðherra þessi sé stórhætturlegur í þessu ráðuneyti.

Framfarasinnaði, fyrrum bæjarstjórinn á Akureyri er orðinn að afturhaldsömu möppudýri fyrir sunnan sem vill auka miðstýringu og draga úr valddreifingu.

Sorgleg þróun hjá íhaldsstjórninni sem ætlar að færa flest í samfélaginu aftur til þeirra ára þegar FLOKKURINN réð öllu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Til að losna við Kristján úr bæjarpólitíkinni á Akureyri kusuð þið hann á þing.

Oft hafa einkennilegar sendingar skolað á land eftir kosningar. Krisján minnir einna helst á gamalt fúið kerald sem rekið hefir lengi fyrir straumum hafsins og marga fjöruna sopið. Nú er búið að dubba keraldið upp og gera að ráðherra þó svo keraldið að tarna haldi ekki lengur vatni sökum leka ríkisstjórnarinnar.

Guðjón Sigþór Jensson, 17.8.2014 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818227

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband