Óraunhæf fjárlög ?

Ákveðið hef­ur verið að kalla full­trúa ráðuneyt­anna og Alþing­is á fund fjár­laga­nefnd­ar í næstu viku til að skýra út af hverju stofn­an­irn­ar hafa farið fram úr fjár­heim­ild­um sín­um.

______________

Fjárlög eru pólitísk smíð stjórnmálamanna sem búa sér til markmið.

Í þessu tilfelli ákvað Alþingi að fjárlög ættu að vera hallalaus og smíðuðu sér ramma.

Inn í þann ramma var síðan troðið allri þeirri þjónustu og öllum þeim tekjum sem völ var á og skylda er að veita og mögulegt var að afla tekna til.

Nú eru ýmsar stofnanir að keyra framúr og markmiðið hallalaus fjárlög að gufa upp í höndum stjórnmálamannanna.

Ástæður þess eru ef til vill óábyrg fjármálastjórnun í ráðuneytum og stofnunum eða hitt sem er líklegra að pólitísk fjárlögin óraunhæf og ramminn allt of þröngur til að hæg sé að standa við hann án gríðarlegs þjónustufalls og niðurskurðar.

Meðal stofnana sem hafa keyrt framúr eru Landspítali og Vegagerð.

Eins og allir vita er Landspítalin rekin með hörmungum í hálfónýtu húsnæði og ófullnægjandi mönnun en samt getur hann ekki staðið við fjárlög og fer framúr.

Ástæður eru ef til vill þær að það skortir pólitískar ákvarðanir  hvar eigi að skera meira niður og hvaða þjónustu eigi að leggja af.

Stjórnmálamennirnir ætla stjórnendum spítalans að standa fjárlög sama hvað en ætla samt sem áður ekki að axla ábyrgð á því hvað eigi að skera og hverju eigi að hætta.

Allir vita að Vegagerðin getur ekki viðhaldið vegakerfi landins vegna niðurskurðar og ástand vega hefur sennilega aldrei verið verra síðustu áratugi.

Samt ætla stjórnmálamenn að taka Vegagerðina á teppið og skamma stjórnendur. En þeir ætla ekki að segja þeim hvar eigi að hætta viðhaldi og hvaða leiðum á landinu eigi að loka af því ekki er til fjármagn til að halda þeim í aksturshæfu ástandi.

Þegar grant er skoðað og hugleitt hvort það eru stjórnmálamenn eða stjórnendur stofnana sem bera ábyrð á að fjárlög standa ekki, beinast spjótin miklu fremur að stjórnmálamönnunum.

Markmiðið HALLALAUS FJÁRLÖG var hin blinda leiðsögn en jafnframt axla stjórnmálamennirnir ekki þá ábyrgð að segja stjórnendum hvar þeir eigi að skera og fara niður fyrir lögboðna og nauðsynlega þjónustu.

Ábyrgðin er stjórnmálamannanna, sá rammi sem skammtaður er í fjárlögum er allt of þröngur til að hægt sé að standa við hann nema með stórkostlegum niðurskurði umfram það sem við höfum séð hingað til.

Niðurstaðan er því að það eru ekki stjórnendur sem bera ábyrgðina, fjárlögin eru einfaldlega vitlaus og markið um hallalaus fjárlög óraunhæf nema pólitíkin segi hvar eigi að skera og hvar eigi að hætta þjónustu. 

 https://www.youtube.com/watch?v=rhRugIzuKCM

Vigdís Hauksdóttir ...fyrir og eftir

 


mbl.is Óska eftir skýringum á framúrkeyrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 818110

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband