Hrunpostular og frjálshyggjuþingmenn berja bumbur.

„Það er óhjá­kvæmi­legt að fjárþörf Land­spít­al­ans og sjúkra­trygg­inga muni aukast til muna á kom­andi árum og framúr­keyrsla núna þarf ekki að koma á óvart. Ástæðurn­ar eru marg­ar, ekki síst vax­andi lyfja­kostnaður, auk þess sem meðal­ald­ur þjóðar­inn­ar fer sí­fellt hækk­andi.“

___________

Svolítið annað hljóð í nýliðum Framsóknar en gömlum hrunþingmönnum Sjálfstæðisflokksins.

Guðlaugi Þór og Pétri Blöndal að ógleymdum ógleymalegum formanni fjárlaganefndar liggur hærra rómur og skella skuldinni á forstöðumenn ríkisstofnana.

Það er skelfilega fyndið og þó ekki, að heyra þessa tvo þingmenn Sjálfstæðisflokksins hnýta í ríkisstarfsmenn sem eru að gera sitt besta til að láta enda ná saman og standa við lögboðna þjónustu. 

Pétur Blöndal og Guðlaugur Þór eru holdgerfingar gömlu hrunþingmannanna sem settu hér allt á hausinn og boða nú aðhald og ábyrgð ANNARRA.

Núverandi stjórnarmeirihluti setti sér markmið að skila hallalausum fjárlögum.

Margir töldu það óraunhæft en samt var fjárlagafrumvarpið samþykkt halllaust en sennilega algjörlega óraunhæft.

Á því bera Guðlaugur Þór og Pétur Blöndal ábyrgð og vonandi axla þeir hana en reyna ekki að velta ábyrgðinni á aðra eins og þeim er svo gjarnt að gera. 

 


mbl.is Framúrkeyrslan kemur ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Pétur Blöndal og Guðlaugur Þór eru holdgerfingar gömlu hrunþingmannanna sem settu hér allt á hausinn og boða nú aðhald og ábyrgð ANNARRA."

Vel orðað, Jón Ingi. Þessir plebbar Íhaldsins eru ótrúlega óforskammaðir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.8.2014 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband