Ósmekklegur fjármálaráðherra.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra seg­ir að eitt­hvað sé veru­lega bogið við umræðu varðandi hugs­an­leg­ar viðskiptaþving­an­ir Banda­ríkj­anna vegna hval­veiða Íslend­inga á sama tíma og frétt­ir ber­ist af því hvernig yf­ir­völd­um sé að sé að mistak­ast af taka fólk af lífi sem hef­ur hlotið dauðadóma í banda­rísku rétt­ar­kerfi.

_________________

Ég verð nú að lýsa því yfir að þetta er ein ósmekklegasta samlíking sem ég hef séð hjá íslenskum stjórnmálamanni og hefur maður nú margt séð.

Fjármálaráðherra gerir sig sekan um dómgreindarleysi á háu stigi. 

Langt er seilst í hagsmunagæslunni fyrir Hval hf og vini Sjálfstæðisflokksins. 


mbl.is Bjarni gagnrýnir bandarísk yfirvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Audvitad er thetta alveg harrett hja Bjarna. Thad er einungis thitt vandamal ef thu skilur thad ekki.

Jónatan Karlsson, 19.6.2014 kl. 12:25

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvað er svona ósmekklegt við þessa samlíkingu???????  Ertu ekki að láta pólitískar skoðanir þínar ráða ferðinni?????? Ég er nokkuð viss um að þú hefðir ekkert fundið að þessum orðum ef þingmaður LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR hefði viðhaft þau...................

Jóhann Elíasson, 19.6.2014 kl. 12:38

3 identicon

Ágætt hjá honum að benda á þetta. Gleymi aldrei frásögn blaðamanns sem fylgdist með aftöku í Bandaríkjunum fyrir ca. 20 árum síðan. Eitthvað bilaði í rafmagnsstólnum þannig að það kviknaði í höfði fangans sem átti að taka af lífi. Hann dó ekki samstundis. Við getum kallað þetta ósmekklegar aðferðir eða hreinan barbarisma. Allt í lagi að benda á það.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.6.2014 kl. 12:59

4 identicon

Bjarni er "big mouth" eins og Hanna Birna (Lekamálið). Dekraðir sjalladúddar sem þykjast vera hafnir yfir lög og velsæmi.

Við eigum þetta, við megum þetta og munum komast upp með það. Og þjóðrembdir og lítt menntaðir innbyggjarar láta þessa plebba draga sig á asnaeyrunum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.6.2014 kl. 13:29

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Væri gaman að fá að heyra hvort Bjarni hefur áður móttmælt aftökum í Bandaríkjunum með formlegum hætti ? Einver sem veit ?

Jón Ingi Cæsarsson, 19.6.2014 kl. 16:08

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jóhann málefnalegur að vanda.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.6.2014 kl. 16:08

7 identicon

Heill og sæll Jón Ingi

Mér er ekkert lagið að heiðra skálkinn og Bjarni og sjálfgræðis flokkurinn mættu alveg missa sín. Hitt er svo að mér fannst þessi samanburður nokkuð góður og snjall. Bandaríkjamenn ganga fram og finnst þeim yfir alþjóðalög hafnir en eru að sama skapi fljótir að segja öðrum til. Nokkuð fúlt að beita afli svo gæti munar eins tvöfaldir í roðinu og Bandaríkjamenn eru sjálfir ("double standards").

Þó mér sé það hálfvegis þvert um geð, þá styð ég Bjarna heilshugar í þessu máli.

 Ekki er minnst á gengdarlaus höfrungadráp Bandarískra laxveiðisjómanna í Kyrrahafi, það er tabú og vandlega þaggað niður af hagsmunaaðilum.

Hörður Þ. Karlsson (IP-tala skráð) 19.6.2014 kl. 16:37

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er þetta eini "frasinn" sem þú kannt eða getur þú bara ekki svarað öðruvísi???????

Jóhann Elíasson, 19.6.2014 kl. 19:28

9 identicon

Sæll Jón.

 Ég er sammála þér af því leytinu að vera með samlíkingu á hvalveiðum annars vegar og aftöku á föngum hins vegar er í hæsta máta illa grundað af fjármálaráðherra.  Sérstaklega þar sem hann hefði getað notað fullt af öðrum hlutum til samlíkingar á hvalveiðunum eins og Hörður (aths. 8) bendir réttilega á.

thin (IP-tala skráð) 20.6.2014 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 818136

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband