19.6.2014 | 08:17
Ólögleg gjaldtaka. Velkominn Ólafur Jónsson
Gjaldtaka á hverasvæðinu austan Námaskarð hefst í dag. Búið er að setja upp afmarkandi hindranir og er ferðamönnum beint að hliði þar sem gjaldtakan fer fram. Hún verður 800 krónur.
________________
Að flesta mati er gjaldtaka sem þessi ólögleg. Landið og hverirnir eru á almenningi og allir landsmenn hafa rétt til að ganga um og skoða landið á þess að græðgisvæddir landeigendur plokki af þeim fé.
Nú nýlega hefur verið varið 10 milljónum króna í þetta svæði af almannafé og því eðlilegt að þeir fjármunir verði afturkallaðir þar til mál komast í eðlilegan farveg.
Ég mun mæta þarna og ganga um svæðið þegar mig langar til og það verður þá að beita mig valdi til að stöðva mig ef það er stefna handrukkarans í Mývatnssveit.
Ég er þarna í fullum rétti og á minn fulla rétt á að ganga þarna um og skoða.
Græðgisvæðing í ferðamannabransanum er að verða pínleg og það verður að koma þessum málum í lag.
Það á ekki að líðast neinum að taka upp allskonar gjaldtökur með allra handa móti, tilviljanakennt og án skipulags hér og þar um landið.
Ég er t.d. að hugsa um að sleppa Ólafi Jónssyni við að borga ef hann vill skoða Kjarnaskóg eða aðra slíka staði á Akureyri.
Hann er velkominn þó þau svæði séu fjármögnuð af mér og öðrum skattgreiðendum á Akureyri.
Velkominn Ólafur..... það kostar ekkert hjá okkur.
Hefja gjaldtöku á hverasvæði í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Spurning að hnippa í Ögmund?
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 19.6.2014 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.