Hverfisnefndir - meiri áhrif.

Hverfisnefndir hafa verið til staðar á Akureyri nokkuð lengi. Fyrsta formlega nefndin var á Oddeyri og fyrsti fundur hennar var í janúar 2003.

Reglur um hverfisnefndir eru á heimasíðu Akureyrar og er nokkuð skýrar og skiljanlegar.

Hlutverk hverfisnefnda er að vera vettvangur íbúanna til að hafa áhrif á næsta umhverfi sitt. Sem dæmi um starfsemi hverfisnefndar má nefna:

  • Hverfisnefnd getur staðið fyrir skemmtisamkomum íbúanna.
  • Hverfisnefnd getur staðið fyrir og auglýst fundi og boðið til þeirra kjörnum fulltrúum, embættismönnum og/eða öðrum aðilum sem mál varðar hverju sinni.
  • Hverfisnefnd getur beitt sér fyrir bættri umgengni, umhirðu og fegrun í hverfinu.
  • Hverfisnefnd getur komið með ábendingar um umferðarmál t.d. um umferðarhraða í hverfinu
  • Hverfisnefnd getur fjallað um skipulagstillögur varðandi hverfið sem eru í vinnslu hjá bænum og gert athugasemdir í tengslum við grenndarkynningar eða auglýstar breytingar á skipulagi.
  • Hverfisnefnd getur haft samráð við foreldrafélag grunn- og leikskóla í hverfinu um málefni barna og unglinga.
  • Hverfisnefndir hafa upplýsingasíðu á heimasíðu Akureyrarbæjar og bera þær ábyrgð á að koma réttum upplýsingum á framfæri við tengilið Akureyrarbæjar.

Þegar þessar reglur eru skoðaðar líta þær nokkuð vel út og tilfinningin fyrir þeim er að hverfisnefndir geti haft nokkur áhrif á nærumhverfi íbúanna. Þó má glöggt sjá á orðalagi að nefndunum er þetta nokkuð í sjálfsvald sett og orðalag greinanna opið og heldur loðið.

 Það ber að hrósa því framtaki bæjaryfirvalda að gefa hverfisnefndum tækifæri með að hafa áhrif á framkvæmdir með að veita tveimur milljónum króna til hvers hverfis og leita álits nefndanna á forgangsröð framkvæmda.

Eflum hverfisnefndirnar.

En betur má ef duga skal. Veikleiki hverfisnefndanna er að starfssemi þeirra byggir fyrst og fremst á persónulegri virkni þeirra stjórnarmanna sem kosnir eru og ef þeir halda ekki dampi eða aðstæður breytast, þá getur hverfisnefnd einfaldlega lognast útaf og jafnvel komist hjá að halda aðalfund árum saman.

Ef hverfisnefndir eiga að standa undir nafni þarf að auka aðhald bæjaryfirvalda, veita ákveðnum fjármunum sem nefndin hefur úr að spila á hverju ári, t.d. til kynningarstarfa eða framkvæmda. Auka skyldur nefndanna, t.d. með því að hvert hverfi hafi sína formlegu heimasíðu þar sem málefni hverfanna og daglegt amstur er sýnilegt og aðgengilegt íbúum.

Það væri því afar tímabært að endurskoða reglur um virkni nefndanna og auka áhrif þeirra. Vel mætti hugsa sér að formaður nefndarinnar væri fengi hóflegar greiðslur fyrir að halda utan um starfið. Til viðbótar bæri formaðurinn ábyrgð á upplýsingastreymi til íbúanna. Auk þess væri hægt að hugsa sér að samskipti við nefndir bæjarins væru með formlegri hætti og formenn nefndanna kallaðir á fundi til upplýsingagjafar. Með því væru beint samskipti kjörinna fulltrúa hverfanna og nefnda bæjarins styrkt mikið, til hagsbóta fyrir alla hlutaðeigandi.

Það er mikilvægt í komandi kosningum að hugleiða aukin áhrif íbúa á stjórnun bæjarins. Það er kjörin leið auk annars að efla hverfisnefndir og ætla þeim ákveðnara og sýnilega hlutverk en nú er.

Skoðun mín er að með því væri stigið gæfuspor til aukins lýðræðis og áhrifa hins almenna borgara á Akureyri.

Jón Ingi Cæsarsson í stjórn Hverfisnefndar Oddeyrar.

( Akureyri vikublað 3. apríl ) 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 818080

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband