Hrávöruframleiðandinn Ísland.

Íslendingar eru hráefnisframleiðendur.

Mestur hluti framleiðslu okkar er fluttur til útlanda til fullvinnslu.

Fiskafurðir eru fluttar óunnar til Evrópu og víðar, sem vara til vinnslu annarsstaðar.

 Öll framlegð sem skapast við fullvinnslu fer í vasa erlendra kaupenda hráefnisins.

Að vísu eiga íslendingar fullvinnslufyrirtæki erlendis ef afrakstur þeirra skilar sér örugglega ekki nema á litlum mæli til landsins.

Nokkuð er flutt að landbúnaðarvörum til útlanda en fyrir þær fæst vart meira en kostnaðarverð.

Skyr er gott dæmi um vöru sem hægt væri að flytja í stórum stíl til neytanda erlendis en kvótar eru það litlir að brugðið hefur verið á það ráð af framleiða vörnuna erlendis.

Ekkert af því skilar sér í samneysluna á Íslandi.

Nýjasta umræðan er varðandi rafmagn.

Þar virðist sú skammsýni ríkja að við ættum að flytja út rafmagn til nágrannaríkja um sæstrengi.

Það er fyrsta hugsun okkar skammsýnu ráðamanna, væri ekki nær að hugleiða að nýta þessa auðlind innanlands til fullvinnslu á vörum í iðnaði, matvælaiðnaði sem og öðrum.

Núverandi stjórnvöld og meirihluti landsmanna virðist hafa ákveðið fyrir sig, að Ísland eigi ekki að ganga til liðs við t.d. ESB sem mundi skapa atvinnugreinum á Íslandi gríðarlega möguleika í formi fullvinnslu í stað hráefnisframleiðslu fyrir aðra.

Auðlindir okkar eru takmarkaðar og margar komnar á ystu nöf í nýtingu og vart verður séð að framleiðsluaukning á hrávöru sé slík að hún standi undir áframhaldandi þróun hér á landi.

Við virðumst tilbúin að dæma okkur til fátæktar og úrræðaleysins í fullvissu okkar að við séum stærst og mest og engum háð.

Ef við viljum þróa mál áfram á Íslandi, þá þurfum við að fá aðgengi að innri mörkuðum Evrópu.

Við verðum að hverfa frá þeirri metnaðarlausu sýn að dæma okkur til að framleiða hráefni fyrir aðra.

Þessir´" aðrir " njóta síðan virðisaukans og ekki snefill skilar sér í vasa landsmanna.

Vandi okkar er skammsýni, þjóðernishyggja og sennilega minnimáttarkennd.

Við viljum halda áfram að berjast í sama fari og dæma framtíðarkynslóðir hér á landi til fátæktar og eyðimerkurgöngu.

Allir sem það geta yfirgefa slíkt samfélag og leita sér framtíðar í öðrum löndum þar sem meiri metnaður og skýrari framtíðarsýn leiðir til velmegunar.

Ég trúi vart öðru en við förum að átta okkur á hvert við stefnum með óbreyttu ástandi.

Þess sjást glögg merki þegar í dag.

Samhengi hlutanna blasir við.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 818095

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband