Ríkisstjórnin fallin - hrun stjórnarflokkanna.

Sjálfstæðisflokkurinn fengi mest fylgi, eða 23,2%, ef gengið yrði til alþingiskosninga á morgun. Ríkisstjórnarflokkarnir fengju samanlagt 38% fylgi og mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 3,5% minna fylgi en í alþingiskosningum í vor og Framsókn með 10% minna.

Á mettíma hefur ríkisstjórnin tapað öllum trúverðugleika.

Kosningaloforðin eru að koma í hausinn á Framsókn eins og búmmerang.

Kjósendur sem vildu trúa eru að átta sig.

Sjálfstæðisflokkurinn við sitt sögulega lágmark.

Stjórnarflokkarnir mælast með 38%.

Fyrrum stjórnarflokkar rísa hratt og örugglega.

Samfylking - VG - Björt framtíð eru með 47%

Kjósendur eru að átta sig á að fráfarandi ríkisstjórn stefndi að ákveðnu langtímamarkiði og hafði stefnufestu þrátt fyrir allt of mörg mistök, sérstaklega á lokaspettinum.

En munurinn á núverandi stjórnarflokkum og þeim sem yfirgáfu stjórnvölin í vor að fráfarandi flokkar sögðu satt og vildu ekki ná fylgi út á innistæðulaus loforð.

Þeir flokkar reyndu að fylgja stefnu um jöfnuð, þvert á það sem núverandi flokkar gera sem hygla fyrst og fremst auðmönnum og þeim sem betur eru staddir. 

Þeir standa heldur ekki við stóru loforðin og eru reyndar á harða flótta frá þeim.

Fyrir það eru þeir dæmdir í þessari könnun.

 


mbl.is Stjórnarflokkarnir tapa fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

áhveðnu marki að sækja um e.b. og voru ekki einusini samála um það

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 20.10.2013 kl. 21:47

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

**Kjósendur eru að átta sig á að fráfarandi ríkisstjórn stefndi að ákveðnu langtímamarkiði

Já... hvað var það markmið? Mér leist nefnilega ekkert á hvert stefndi.

**En munurinn á núverandi stjórnarflokkum og þeim sem yfirgáfu stjórnvölin í vor að fráfarandi flokkar sögðu satt og vildu ekki ná fylgi út á innistæðulaus loforð.

Haha! Kanntu annan?

**Þeir flokkar reyndu að fylgja stefnu um jöfnuð,

Okey, þú kannt annan. Hinn var samt betri. Segðu mér: hvernig er það jöfnuður að steypa öllum í sárustu fátækt, og koma á fámennri elítu sem á allt og stjórnar öllu?

**þvert á það sem núverandi flokkar gera sem hygla fyrst og fremst auðmönnum og þeim sem betur eru staddir.

Skilgreiningin á auðmanni hjá ykkur leftistum virðist vera "maður sem nennir að vinna." Á ég að vera mikill vinur ykkar, og hætta að vinna og gerast hústökumaður hjá ykkur?

Ásgrímur Hartmannsson, 20.10.2013 kl. 21:57

3 Smámynd: rhansen

Hvað sem þig deymir um fall stjórnarinnar ...þá kemur ekki vinstri stjórn aftur ...svo mikið er vist ...svo þú skalt gapa varlega svo þú gleypir ekki of margar flugufregnir !:( 

rhansen, 20.10.2013 kl. 22:07

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

alltaf gott þegar fólk hættir að láta plata sig - verst hvað þetta verður íslandi dýrkeypt en auðvita tapa allir á þeirri vitleysu að þessir flokkar hafi komist til valda

Rafn Guðmundsson, 20.10.2013 kl. 22:26

5 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Fylgi "velferðarstjórnarinnar" var rétt yfir 20 prósent án þess að þú teldir að hún væri fallin. Og eitthvað gekk nú brõsuglega hja þeirri aumu stjôrn að framfylgja kosningaloforðunum þó hún hafi haft u.þ.b. 52 mánuði til þess. T.d. stjórnlagabullið, kvótakerfið og esb ekki virtist þú hafa miklar áhyggjur af getuleysi stjórnvalda þá. En nú eftir aðeins 5 mánuði þá á að vera búið að gera allt.

Hreinn Sigurðsson, 20.10.2013 kl. 22:59

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Núverandi ríkisstjórn mun ekki valda því verkefni að stýra landinu til betri lífskjara - alltof mög hættumerki þegar komin fram og ekki búið að sýna á nein alvöru spil !!

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.10.2013 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 1248
  • Frá upphafi: 818018

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1235
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband