Vondar spurningar en þjóðin þarf svör.

 

Það er ljóst að Ísland á í miklum erfiðleikum, erfiðleikum sem hafa fylgt okkur í áratugi.

Þó hefur okkur tekist að lengja í þeim vanda með ýmiskonar sýndarveruleika, en nú er sú taug komin á enda.

Núverandi stjórnvöld hafa ekki komið auga á þetta og nú á að tjalda til öllum gömlu lummunum, sem tekist hefur að nýta í áratugi.

Það mun ekki ganga, efnahagslíf okkar þolir ekki óbreytt ástand og skort á framtíðarsýn.

Það er bara þannig.

Staðan er svona í örstuttu máli.

  • Þjóðartekjur duga rétt fyrir afborgunum af skuldum þjóðarinnar sem eru gríðarlegar.
  • Enginn þjóð vill gjaldmiðilinn okkar, hann er verðlaus og ónothæfur í alþjóða viðskiptum.
  • Við höfum ekki fjármuni í að reka heilbrigðiskerfi að vestrænni fyrirmynd, mikið lengur.
  • Við getum ekki rekið landhelgisgæslu og öryggisvörslu á sjó.
  • Við höfum tæplega efni á að reka nútíma björgunartæki t.d. þyrlur.
  • Löggæslan er að verða okkur ofviða og því er hún skorin við trog.
  • Sveitarfélög mörg hver berjast í bökkum og eiga í erfiðleikum við að ná endum saman.
  • Vinnandi stéttir á Íslandi bera minna úr býtum en víðast í nágrannaríkjum sem kostar að við missum okkar hæfasta fólk úr landi.
  • Verðbólga er viðvarandi með tilheyrandi tekjurýrnum og verðhækkunum.
  • Vöruverð er gríðarlega hátt í samhengi við launakjör.
  • Vextir og verðbætur eru út úr öllu korti og eignaupptaka grasserar í kerfinu.

Það væri hægt að halda svona áfram lengi enn en ég ætla að sleppa því.

Staðan er grafalvarleg og það versta er að núverandi stjórnvöld og ráðherrar virðast ekki sjá hina stóru mynd málanna.

Viðræður um aðild að ESB var blásin af, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins kallar það " HEIMSKULEGT "  þar er ekki annað hægt en vera sammála henni.

Hvað ætla núverandi stjórnarflokkar að gera í stöðunni ?

Nákvæmlega ekkert hefur komið frá á þeim bænum annað en að enn á að grípa til niðurskurðar og allskonar sparnaðarráðstafanna.

Ekkert bólar á neinni framsýnni hugsun, forsætisráðherra fer með himinskautum og flestir eru löngu hættir að skilja hvert hann er að fara málflutningi sínum.

Ef stjórnvöld skilja ekki í hvað stefnir og grípa til alvöru ráðstafna í stefnumörkun og aðgerðum til framtíðar fáum við annað, og jafnvel alvarlegra hrun í hausinn innan skamms tíma.

Maður er hreinlega hræddur við það ástand sem blasir við öllum - nema stjórnarherrum og þeirra hörðustu stuðningsmönnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Staðan er erfið, en þó ekki eins erfið og þegar Vinstri stjórnin tók við brunarústun afglapanna Dabba og Dóra.

Kemur betur og betur í ljós hversu vel þau stóðu sig, Jóhanna og Steingrímur, þrátt fyrir alla villikettina.

En síðasta útspil iðnaðarráðherrans er ævintýralega vitlaust. Ríkisstjórnin ætlar að "gera allt sem í hennar valdi stendur" svo að álverið verði að veruleika.

Er ekki hér verið "að tala niður" verðið á orkunni?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 18:31

2 identicon

hverjir juku skuldir ríkissjóðs

hverjir töluðu niður krónuna

hverjir skáru niður til heilgrigðiskerfinsins en juku annðí rikiskerfinu

svona gétum við haldið áfram og komist að réttri niðurstöðu v.g. og samf.

telurðu virkilega að það að ganga inní e.b. muni leisa þennan vanda

því ef menn ganga inní e.b. er ofansagður niðurskutður hjóm eitt miðað við að það þurfi að ná skuldum niður og hallalaus fj´rlög sem e.b aðild krefst svo jón ingi birjaðu nú asð skera fyrir alvöru þettað er bara smámunir sem þú telur þarna upp ef þú heldur e.b. aðild til streitu síðan þurfum við að borga inní þessa hít

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 818072

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband