Engar líkur á byggingu álvers í Helguvík næstu árin.

Ríkisstjórnarflokkarnir eru samstiga í stuðningi við uppbyggingu álvers í Helguvík. Það er breyting frá afstöðu fyrri ríkisstjórnar. Þetta segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í svari á Alþingi við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur um álversframkvæmdir í Helguvík.

___________________

Samkvæmt því sem fram hefur komið síðustu tvö ár þá eru líkur á byggingu álvers í Helguvík næstu árin hverfandi.

Óþægileg staðreynd fyrir Ragnheiði Elínu iðnaðarráðherra sem átti þetta mál eitt í farteskinu í kosningabaráttunni.

Orkuöflun til álvers á þessum stað er ekki sýnileg.

Álverð í heiminum lágt og birgðastaða há samkvæmt fréttum.

Flestir sem hugsa lengra en fram í næstu viku telja að nóg sé komið af áverum á Íslandi, allt of mörg egg í sömu brothættu körfunni.

Auðvitað erum Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur samstíga í skoðun sinni á álverum, skárra væri það nú.

Í áratugi var það eina lausnin sem þessi flokkar sáu í atvinnumálum alveg frá sjöunda áratug síðustu aldar.

Eins og allir sjá hafa þessir flokkar ekkert þróast í hugsun þannig að ef þeir væru ekki sammála um þetta gamla mál sitt væru það tíðindi.

Þeir hafa ekkert breyst.


mbl.is Einróma stuðningur við álver í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alveg með ólíkindum að "þið" skulið stöðugt halda því fram að þessir flokkar (XD og XB) telji álver einu lausnina í atvinnumálum. Hvaðan koma þessar ranghugmyndir ykkar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2013 kl. 16:15

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þið ?? ég er bara í eintölu enn sem komið er held ég . 

Jón Ingi Cæsarsson, 30.9.2013 kl. 17:04

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

8 af 10 þingmönnum suðurkjördæmis eru frá x-d og x-b.

Það eru sveitarstjórnarskosningar framundan líka í suðurkjördæmi.

Óðinn Þórisson, 30.9.2013 kl. 17:13

4 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Sem betur fer er bara einn Jón Ingi Cæsarsson. Það væri ljóta helvítið ef þeir væru margir

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 30.9.2013 kl. 17:30

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta heyrist gjarnan frá vinstra liðinu, (og umhverfisliðinu) þess vegna sagði ég "þið"

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2013 kl. 17:43

6 identicon

Sæll Jón Ingi; sem og aðrir gestir, þínir !

Gunnar Th. - Óðinn, og Marteinn Sigurþór !

Eins; og Jón Ingi síðuhafi getur vottfest, telst ég vart til vinstri manna; og ALLS EKKI, hvað þá umhverfissinna (mjög takmarkað þar, um slóðir),úr þessu, en fremur eru hjákátleg viðbrögð ykkar, við hrópaanda köllumm Ragnheiðar Elínar, úr hennar EYÐIMÖRK, hyggist hún ætla að hanga á tuggu sinni, um Helguvíkur Álverið, VITANDI; um ofgnótt Áls á mörkuðum, og gnægð verksmiðjanna, víða um veröldina.

Kopar- og Silfurbræðzlur; suður í Helguvík, í samvinnu við : Chile - Suður- Afríku, og Rússland, væru næstu gáfulegu valkostir, + stórkostlegra möguleika á gróðurhúsa uppbyggingu þar syðra, fyrir : Agúrkur / Tómata (þó; ekki éti ég þá) / Banana, auk fjölda annarrs hnossgætis, piltar.

Endilega; dragið höfuð ykkar, upp úr Sandholum- og þröngsýnis brunnum Ragnheiðar Elínar, og hennar áþekkra, strákar mínir.

Hissa á þér Matti; (Marteinn Sigurþór) að elta ólar við gælu viprur Valhallar (suður í Reykjavík)liðsins, rótgrónum og víðsýnum Stokkseyringnum, gamli góði félagi !!!

Með beztu kveðjum; sem oftar - og fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 18:03

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er alveg rétt að bæði eru álbirgðir miklar í dag og lágt afurðaverð en svona er þessi markaður og hefur alltaf verið eins og sést á grafinu HÉR en þarna sjáum við sveiflurnar sl. 10 ár. Álframleiðendur telja hins vegar bjart framundan, þegar til lengri tíma er litið.

Álframleiðendur hafa verið duglegir undanfarin ár að loka gömlum og úr sér gengnum álverum, sem ýmist brenna jarðefnaeldsneyti eða eru tæknilega vanbúin, og yfirleitt hvorutveggja. Himin og haf er milli nýjustu álveranna, eins og þeirri í Reyðarfirði sem er talin sú fullkomnasta í heimi og þeirra gömlu, sem menga meira og nýta orku verr. Þegar gömlum álverum er loka, þá skapast svigrúm fyrir ný.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2013 kl. 20:12

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

... reyndar kemur ekki álverð sl. 10 ár fram í krækjunni, þið verðið að velja dagsetningu sjálfir

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2013 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband