Hægri öfgastjórn, niðurskurður og dekur við ríkari.

Fjárlögin eru komin og sýna forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar.
 
Sjúklingaskattar verða innleiddir og fárveikt fólk rukkað fyrir legu á Landspítalanum.
 
Fyrirhuguð framlög til tækjakaupa verða tekin til baka.

Skorið niður í öllum heilbrigðisstofnunum, framhaldsskólum, háskólum og rannsóknarsjóðum.

Kaldar kveðjur niðurskurðar eru sendar til landsbyggðarinnar með lækkun á niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar og afnámi jöfnunar á flutningskostnaði....


Loforð um bætt kjör aldraða og öryrkja verða ekki efnd.

Sama ríkisstjórn lækkar veiðigjöld, lækkar skatt á gistinætur og lækkar nú líka sérstakan skatt á raforku til stóriðju.
 
( Árni Páll Árnason )
__________________________
 
Þá fá landsmenn það óþvegið.
 
Hægri öfgastjórn með hægri öfgaáherslur í farteskinu.
 
Allt það sem fyrri ríkisstjórn reyndi að verja er nú tekið fyrir og skorið.
 
Noregur og Ísland hafa nú fengið yfir sig áherslur sem óþekktar eru í þjóðfélögum þar sem jafnaðarstefnan er látin ráða för.
 
Maður bjóst nú við ýmsu en að þeir gengju svona gjörsamlega á bak orða sinna frá í kosningabaráttunni er ótrúlegt.
 
Það lýsir eiginlega ótrúlegri mannvonsku að sjá sjúklingaskatta og að ekki eigi að bæta hag aldraðra og öryrkja.
 
Þetta er hreinlega áfall fyrir landsmenn.
 
Guð blessi Ísland var sagt um árið, full ástæða til að rifja það upp núna.
 
 
 
 

mbl.is Hækka bankaskatt um 11,3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það væri ágætt ef jafnaðarstefnan væri óþekkt hér, því þá ættum við pening. Eins og er eigum við skuldir.

Og hversu mikinn pening eiga þessir gjaldþrota bankar eiginlega, fyrst hægt er að skattleggja þá svona? Það finnst mér afar magnað.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.10.2013 kl. 16:22

2 Smámynd: rhansen

Ja það er von að ykkur blöskri vinsti mönnum ....HVERJUM ER UM AÐ KENNA ??  þið Árni Páll skuluð svara þvi ,og stoppa vaðalinn rett á meðan !!!!

rhansen, 1.10.2013 kl. 17:21

3 identicon

Þú getur þó treyst á að RUV 1 og 2 + hið yndislega Ríkissjónvarp

það þarf ekkert að spara heldur bæta við mannskap til að snúa plötum og sýna gamalt bíóefni.

Grímur (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 17:42

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fyrir mestu er þó að ríkisstjórn LÍÚ ætlar ekki að ógna veðhæfi aflaheimildanna með því að auka t.d. kvótann í þorski um helming. Það yrði ægilegt ef lánastofnanir sætu uppi með verðfall á veðum útgerðanna á sameign þjóðarinnar. Jafnvel þótt það yki útflutningstekjur þjóðarinnar um nokkra tugi milljarða á ársgrundvelli.

Hvað varðar góða hægri stjórn um hrunið heilbrigðiskerfi ef "fjölskyldurnar fjórtán" eru tryggðar fyrir verðfalli á verðmætum sem þær aldrei eignuðust en fengu úthlutað frá ári til árs?

Árni Gunnarsson, 1.10.2013 kl. 21:24

5 identicon

Já, endilega svara því rhansen... Mögulega núverandi ríkisstjórnarflokkum og Samfó?

Skúli (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 818125

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband