Pólistískar rangfærslur og ósannindi ?

Þá sagði Stefán að samkvæmt skýrslunni hafi um áramótin 2011-2012 verið búið að afskrifa hátt í 15% af heildarskuldum heimilanna og hátt í 5% til viðbótar hafi verið komin í afskriftarferli. Þetta væri í samræmi við mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá hafi alvarlegur greiðsluvandi heimilanna minnkað um nær fjórðung frá því að hann náði hámarki 2009 sem áður segir vegna úrræða stjórnvalda og verulegrar hækkunar vaxtabóta sem hafi verið beit til þeirra sem haft hafi lægri tekjur.

______________________

Samkvæmt þessari skýrslu sem nú birtist hafa þegar 15% skulda heimilanna verið afskrifaðar og 5% í viðbót í afskrifaferli...... Það eru 20% sem er sú tala sem flestir hafa nefnt sem draumatöluna í tengslum við afskriftir á skuldum heimilanna.

Hér er þó ekki um flatan niðurskurð allra að ræða heldur hjá þeim sem við mestan vanda hafa glímt.

Ef svo er má segja að upphrópanir um að ekkert hafi verið gert séu í raun ósannar og rangar.

En hvaða hagsmunum eru flokkar sem halda því fram að EKKERT hafi verið gert að þjóna ?

Líklega flokkspólitískum eiginhagsmunum.

Í þessari grein sem hér fylgir eru áhugaverðar upplýsingar sem vert er að gefa gaum og lesa.

Vonandi fer umræðan að verða meira upplýsandi og sannleiksástin meiri hjá þeim sem um þessi mál fjalla.

En ef að líkum lætur munu einhverjir þeirra leggjast í þann gírinn að draga þessar niðurstöður í efa og halda áfram að afvegaleiða þessa umræðu.

En vonandi að svo verði ekki.


mbl.is Skuldavandinn í hámarki 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband