Er Reykjavík höfuðborg Íslands ?

Flugferðum mun fækka um allt að 40% á einstökum flugleiðum innanlands ef miðstöð innanlandsflugs flyst til Keflavíkur. Þetta kemur fram í skýrslu sem KPMG vann fyrir sex sveitarfélög á landsbyggðinni. Ferðakostnaður íbúa landsbyggðarinnar myndi aukast um 6 til 7 milljarða króna á ári.

Samkvæmt skýrslu KPMG myndi flugferðum fækka úr 37 í 18 á dag og innanlandsflug í núverandi mynd leggst af til Ísafjarðar, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. Þannig er aðeins gert ráð fyrir 20% fækkun farþega til og frá Egilsstöðum en 30% fækkun til og frá Ísafirði og Höfn og loks 40% fækkun til og frá Akureyri og Vestmannaeyjum.

Segir í frétt á MBL.is

___________________________

Stjórmálamenn í Reykjavík hafa verið nokkuð samstíga í þeirri skoðun að Reykjavíkurflugvöll beri að leggja af og nota landið í þágu borgarinnar og engra annarra.

Jafnframt hafa sumir þeirra málað þann andskota á vegginn að flugvélar geti steypst ofan í borgina hvenær sem er með tilheyrandi tjóni.

Þessi rök eru í sjálfu sér góð og  gild ef hugsað er eingöngu um þrönga hagsmuni borgarinnar. En ef horft er á þau í aðeins víðara samhengi, en gegnum eiginhagsmunagleraugu, blasir það við að allt flug í heiminum leggðist af ef taka ætti tillit til þess að flugvél gæti dottið ofan í hausinn á fólki í byggð.

Það er ekki nema rúmur mánuður síðan ég hringsólaði sem farþegi í 250 farþega þotu yfir London meðan beðið var lendingar. Þannig er það um allan heim og hætt við að sköpuðust vandræði að ef viðmiðin væru þau sömu og hentiviðmið stjórnmálamanna í Reykjavík.

Svo er það eiginhagsmunaviðmiðið varðandi land og byggingar í Vatnsmýrinni. Allir vita að umferðin í Reykjavík er á löngum stundum óþolandi hæg og gatnakerfið ræður illa við toppa í umferðinni. Hætt er við að vandamálin yrðu ekki minni ef byggð yrði 30.000 íbúa byggð í Vatnsmýrinni og tuga hektara Landspítali á næstu lóð. Þarf ekki djúpa rannsókn til að sjá hvað það þýddi.

Svo er það höfuðborgarhlutverkið.

Það fylgja því skyldur og kvaðir að vera höfuðborg. Eitt þeirra mörgu atriða er að aðrir landsmenn hafi greiðan og hraðan aðgang að því að koma erinda í höfðuðborgina. Þar eru allar helstu stjórnstöðvar ríkisvaldsins, þing landsins og lykilstofnanir heilbrigismála landsmanna.

En stjórnmálamenn í Reykjavík kjósa að gera ekkert úr þessum skyldum höfðuðborgar og hugsa fyrst og fremst um eigin nafla.  Þá má með réttu spyrja þeirrar spurningar hvort Reykjavík sé endilega sá staður sem ætti að vera höfðuðborg. Það má auðveldlega breyta því og byggja nýjan spítala t.d. á Akureyri, þingið getur fengið inni og byggt yrði yfir ráðuneytin.

Auðvitað væri það mikil breyting en Akureyringar hafa sinn flugvöll og liggja vel við samgöngum.

Enginn stjórnmálamaður á Akureyri hefur látið sér detta í hug að loka Akureyrarflugvelli af því flugvélar fljúga stundum yfir bæinn. Svo vita allir að Akureyri er heldur landlaus eins og er og væri því freistandi að taka hluta af því landi sem flugvöllurinn er á undir annað. En það dettur engum í hug og því er rétta hugarfarið hér í bæ til að taka að sér höfuðborgarhlutverkið hafi reykvískir stjórnmálamenn ekki áhuga á að sinna því af sóma.

Kannski við ættum í alvöru að hugsa um þetta hverfi Reykjavíkurflugvöllur af kortinu vegna forgangsraðar og hugarfars stjórnmálamanna á SV horninu.


mbl.is Flugferðum myndi fækka um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 818136

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband