Hvað þýðir þetta ?

Fyrirhugaðar framkvæmdir við stækkun hótelsins eru í uppnámi vegna áforma ríkisstjórnarinnar um hækkun virðisaukaskatts á gistingu á næsta ári. Svo er um fleiri sem undirbúið hafa hótelbyggingar víða um land.

_____________________

Maður spyr.

Þýðir þetta að ferðamannaatvinnuvegurinn getur ekki þrifist og ekki byggt sig upp nema hann njóti sérstakrar fyrirgreiðslu ríkisins umfram aðra. ?

Erum við að tala um ríkisstyrkta atvinnugrein ?

Ef það er svo er þá verið að tala um alla framtíð ?

Veit ekki hvað öðrum atvinnuvegum í landinu finnst um það og hvort þetta standist jafnræðisregluna að ein atvinnugrein njóti fyrirgreiðslu umfram aðrar.

Ef svo er þá af hverju ?

Sanngjörn spurning og eðlileg.


mbl.is Steig á allar bremsur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta þýðir að skattar eru of háir hér á Íslandi og almenn atvinnustarfsemi þrífst ekki nema að fá undannþágu og sérmeðferðir frá ríkinu, síðan má alltaf skipta um kennitölu og byrja upp á nýtt, aðferð sem er mikið notuð hér hjá okkur.

Það er vert að benda á að risa kvikmyndaverkefni hafa ratað hingað til lands vegna endurgreiðslu á skatti sem þú vilt kalla (Ríkisstyrk) en sennilega hefðu þessi vinna farið annað ef þess hefði ekki notið við

Benedikt Jónsson (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 08:11

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ef skattar eru of háir og þarf að lækka þá dala tekjur ríkissjóðs sem er mjög skuldugur eftir hrunið.

Ef skattalækkun ætti sér stað þarf að draga úr þjónustu við landsmenn á völdum stöðum eða hefja skuldasöfnun ríkissjóðs á ný með tilheyrandi vanda. Ef þarf að draga úr þjónustu horfa allir fyrst á þá staði í kerfinu sem dýrast er að reka.

Það eru nokkir vondir kostir í stöðunni... og það þarf að velja þann skársta af þeim.

Jón Ingi Cæsarsson, 26.9.2012 kl. 09:04

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Jón Ingi, það er líka hægt að horfa á þetta með hinum gleraugunum...

Lægri skattar = aukin atvinna = betri skattskil...

Það þýðir að ríkið í raun græðir meira á lægri sköttum en hærri...

Þetta sjá ekki heilbrygðir menn þó að þetta sé skýrt út fyrir þeim.

Svo er lægri skattur ekki það sama og að vera ríkiosstyrktur enda sé ég ekki fjármagnið koma frá ríkinu í formi styrkja til ferðaþjónustunnar.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 26.9.2012 kl. 10:48

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi gagnrýni er byggt meira og minna á sandi, sjá: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/1259256

Þar er farið í saumana á þessu máli og skatturinn hefur engin stórar breytingar ef vel er að málum staðið. 

Annars eru sumir í ferðaþjónustunni sem vilja græða mikið og vera fljótir að því. Þannig eru dæmi um að hótel hafi verið byggð með litlum tilkostnaði að svo virðist sem „gleymst“ hafi t.d. að einangra bygginguna.

Þannig minnist eg eins hótels á landsbyggðinni þar sem er svo hljóðbært milli herbergja að heyra má þegar verið er að tannbursta í næsta herbergi, hvað þá ef einhverjar tilhleypingar eru á ferðinni. Þá er eins gott að fara út um miðja nótt og fá sér gönguferð ef athafnir þessar dragast eitthvað úr hömlu.

Eigi hefi eg gist á hóteli þessu í um áratug og vænti þess að þurfa þess ekki hafi nú þegar ekki verið bætt úr.

Góðar stundir! 

Guðjón Sigþór Jensson, 26.9.2012 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818221

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband