Heimska vinstri manna.

Þorvaldur Þorvaldsson, sem setið hefur í flokksráði Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um árabil, hyggst beita sér fyrir stofnun nýs vinstriflokks.

_____________

Heimska og sjálflægni vinstri manna í pólitík hefur tryggt Sjálfstæðisflokknum völd á Íslandi í áratugi. Eitthvað virtust menn vera farnir að vitkast og nú stefnir í að fyrsta vinstri-miðjustjórnin nái að klára kjörtímabil.

En það reynir á að taka ábyrgð og gamakunnugt mein félagshyggjuflokkfólks virðist vera að taka sig upp og hópurinn að tvístrast eins og hænsnahópur í allar áttir.

Maður veltir því fyrir sér hvort fólk á þessum væng stjórnmálanna hafi ekkert lært á þessum áratugum og stingur hönd í sama soðið enn og aftur.

Einhvernvegin virðast allt of margir vera svo sjálfhverfir og daufblindir að þeir mæla allt út frá eigin tilfinningum og sjá ekki mikilvægi þess að sættast í stórri fylkingu. Frekar vilja þeir dæma sig til áhrifaleysis vegna skammsýni og persónulegrar gremju. En það er út af fyrir sig notalegt að vera í litlum áhrifalausum flokki og þurfa ekki að axla ábyrgð. Gott að geta pirrað sig á stóru flokkunum sem ráða án þess að þurfa leggja neitt af mörkum.

Eitt er það sem örugglega ekki skortir á Íslandi, það eru nýjir vinstri flokkar.


mbl.is Sagði sig úr VG og vill stofna nýjan vinstriflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Samstarfsflokkum Samfylkingarinnar er alltaf vorkunn, hvort sem það er Sjálfstæðisflokkurinn eða VG. Samfylkingin sýnir trekk í trekk gríðarlega lítinn vilja til að fara í málamiðlanir í stjórnarsamstarfi, og er fljót að hóta og flytja stórar yfirlýsingar við minnstu mótbárur.

Ég skil vel vonbrigði þeirra Samfylkingarmanna sem hafa horft öfundaraugum á "breiðfylkingu" hægrimanna undir væng Sjálfstæðisflokksins (fylking, sem er að vísu töluvert löskuð í dag) og hatast út í alla sem neita að leggjast hjá Samfylkingunni, en heiftina mætti skrúfa aðeins niður svo a.m.k. sé hægt að starfa með Samfylkingarmönnum.

Geir Ágústsson, 28.8.2012 kl. 10:19

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er LANDRÁÐAFYLKINGIN ekki lengur vinstri flokkur???????????????

Jóhann Elíasson, 28.8.2012 kl. 11:20

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jón Ingi til þess að halda úti stórum flokki þarf lýðæðislega umræðu. Rökræður. Ingibjörg Sólrún kom fram með samræðupólitík, sem margir reyndu svo að snúa út úr. Reynslan víða er að þegar fólk kemur og fer yfir málin er það oft miklu meira sammála en ósammála. Þá er hægt að byggja á því sem sameinar fólk.

Þessari samræðupólitík hefur ekki verið haldið á lofti í þessari ríkisstjórn. Bæði Steingrímur og Jóhanna hafa verið sökuð um vinnubörögð  sem minna frekar á einræði. Samfylkingin hefur færst til vinstri, þannig að bæði Alþýðuflokksarmurinn og Kvennalistarmurinn telja sig vera flokkslausa. 

Á meðan þessi lýðræðishefð á sér ekki stað innan vinstra armsins, verður þar enginn stór sameinaður flokkur. 

Sigurður Þorsteinsson, 28.8.2012 kl. 12:47

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fyrirsögn þessarar greinar þinnar er mjög svo athyglisverð þegar tekið er tillit til þess að það er gallharður vinstrimaður sem skrifar hana.

En burt séð frá fyrirsögninni, þá er það alveg rétt að í hvert sinn sem vinstrimenn sameinast um stjórnvöldin þá er upplausn þeirra á næsta leiti, sundrungin og sundurlyndið opinberast í öllum sínum ljótleika og þá gildir einu hvaða flokk menn kenna sig við.

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.8.2012 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 818234

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband