Óheiðarlegur stjórnmálamaður.

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hyggst við upphaf þings leggja öðru sinni fram þingsályktunartillögu þess efnis að Ísland hætti aðildarviðræðum við ESB. „Tillagan er tilbúin og ESB-umsóknin verður að afgreiðast út af borðinu sem allra fyrst.“

__________________

í stjórnarsáttmála Samfylkingar og VG var það handsalað að sækja skyldi um aðild að ESB og setja samning í þjóðaratkvæði.

Að reyna sífellt að hlaupa frá þeirri samþykkt er óheiðarlegt og ómálefnalegt.

Þessi ríkisstjórn hefði ekki verið mynduð ef VG hefði ekki undirritað það samkomulag og þá væri hér búin að vera annarsskonar ríkisstjórn frá 2009.

En Jón Bjarnason er óheiðarlegur stjórnmálamaður og vill ekki standa við þær samþykktir sem flokkurinn hans undirrtitaði og það er leitt.


mbl.is ESB sem fyrst út af borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Það var mun óheiðarlegra af VG að svíkja kjósendur sína um andstöðu við ESB. VG hefur sannað það að ekkert er að marka stefnuskrá flokksins.

Hreinn Sigurðsson, 27.8.2012 kl. 07:42

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Já það hefði farið betur ef þessi ríkisstjórn hefði aldrei verið mynduð :D

Marteinn Unnar Heiðarsson, 27.8.2012 kl. 07:47

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já segðu Hreinn og þar með hlýtur stöðuleikasáttmálinn að vera fyrir bí....

Jón Ingi ert þú ekki að fara svolítið út af sporinu þegar þú segir að Jón B. sé óheiðarlegur og fari ekki eftir samþykktum flokksins, þó svo að VG hafi samþykkt að kíkja í þennan ESB pakka táknaði það ekki að þeir séu og verði að samþykkja allt sem þaðan kemur...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.8.2012 kl. 07:50

4 identicon

Reka skal Jóna Bjarnason úr flokknum og það strax. Hækjan getur tekið við honum eins og öðrum hillbillies.

Jón er einhver mesti furðufugl sem setið hefur í ráðherrastól, latur og vanhæfur með öllu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 08:31

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón Bjarnason, var EINI þingmaður VG (WC) sem vildi STANDA VIÐ STEFNU FLOKKSINS, er það óheiðarleiki að þínu mati????????

Jóhann Elíasson, 27.8.2012 kl. 09:02

6 identicon

Jón Ingi, bíddu við, ert þú einn  af þeim örfáu sem halda enn að e-r samningur við ESB verði settur í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hafi gildi? Það vita allir að sú atkvæðagreiðsla hefur ekkert gildi. Alþingi ræður þessu, ekki þjóðin, segir Jóhanna og hún ræður.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 11:29

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Óheiðarlegir stjórnmálamenn eru þeir sem lofa kjósendum sínum, og segjast einu stjórnmálamennirnir sem hægt væri að treysta, að sækja ekki um aðild að ESB, en svíkja um leið og þeir eru búnir að tryggja sér atkvæði þeirra sem treystu orðum þeirra, en þar fer sjálfur formaður VG, Steingrímur nokkur Sigfússon fremstur í fararbroddi og skjaldsveinar hans fylgja fast á eftir.

Jón Bjarnason er heiðarlegasti þingmaðurinn sem Vinstri grænir hafa nú á þingi, svo er víst.

Tómas Ibsen Halldórsson, 27.8.2012 kl. 11:36

8 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Jón Ingi er aðdáandi óheiðaleika..........

Vilhjálmur Stefánsson, 27.8.2012 kl. 16:55

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er einfallega þannig þegar um er að ræða margra flokka þjóðþing þar sem engin einn stjórnmálaflokkur hefur meirihluta á þingi að tveir eða fleiri flokkar þurfa að gera stjórnarsáttmála til að koma á starfhæfri ríkisstjórn. Þeir hafa þá báðir eða allir gefið mismunandi kosningaloforð á ýmsum sviðum. Það er því útilokað að standa við þau öll. Því þurfa þeir báðir eða allir að gefa eitthvað eftgir af sínum kosningaloforðum og jafnvel að farfa gegn einhverju eða einhverjum þeirra til að ná öðrum loforðum sínum fram. Þeir stjórmálaflokkar sem eru ekki til í þetta komast aldrei í ríkisstjórn og koma því aldrei neinum af sínum kosningaloforðum í framkvæmd. Eru það svik við kjósendur að gefa eftir einhver af kosningaloforðum sínum til að ná öðrum mikilvægari í framkvæmd frekar en að fara í stórnarandstöðu og ná engum kosningaloforðum í framkvæmd?

Það sem stjórnmálaflokkarnir þurfa síðan að gera í næstu kosningum er að færa rök fyrir því af hverju tilteknum kosningalofðrðum var fórnað til að ná öðrum kosningaloforðum fram. Með öðrum orðum þá þurfa þeir að svara fyrir forgangsröðunina. Þess til viðbótar þurfa þeir að sjálfsögðu að svara fyrir verk ríksistjórnarinnar og það hvernig gekk að framkvæma þau kosningaloforð sem náðu inn í stjórnarsáttmálann.

Ef einstakir þingmenn eru ósáttir við forgangsröðunina eða með öðrum orðum niðurstöðju stjórnarsáttmálans þá greiða þeir einfaldlega atkvæði gegn honum og þannig koma í veg fyrir að viðkomandi ríkisstjórnarsamstarf komist á eða starfi utan þess þó flokkur þeirra sé í ríkisstjórnarsamstarfinu. Greiði þeir hins vegar atkvæði með ríkisstjórnarsamstarfini svo ekki sé talað um að gerast þar að auki ráðherra í ríkisstjórninni þá eru þeir búnir að gera samning um að virða stjórnarsáttmálann og þar með búnir að samþykkja þá forgangsröðun kosningaloforða flokks síns sem fram kemur í stjórnarsáttmálanum.

Það felast því mikil svik og óheiðarleiki í því að koma svo eftir að ríkistjórn hefur verið mynduð með tiltekin stjórnarsáttmála með þeirra samþykki svo ekki sé talað um þátttöku í ríkisstjórn og gagna á svig við stjórnarsáttálan. Hann er plaggið sem samþykkt var að vinna eftir en ekki kosningaloforð einstaks ríkisstjórnarflokks. Gleymum því ekki að það er á grunvelli þess sáttmála þarf með talið eftirgjöf tiltekinna kosningaloforða flokksins sem samstarfsflokkurinn samþykkir að mynda ríkisstjórn með flokknum.

Því er það svo að ef VG hefði staðið fast á því að sækja ekki um ESB aðild í stjórnarmyndunarviðræðunum hefði Samfykingin aldrei farið í stjórnarsamstarf með VG. Þá hefði verið mynduð einhver önnur ríkisstjórn. Það eru því klár svik við samstarfsflokkinn að samþykkja eitthvað í stjórnarmyndunarviðræðum en standa síðan ekki við það.

Svarið við spurningu Jóhanns Elíasarsonar er því þetta. Það er óheiðarleiki að samþykkja stjórnarsáttmála þar sem ákveðið er að falla frá einu að kosningaloforðum flokksins, taka sæti í þeirri ríkisstjórn sem mynduð er á grunvelli þess stjórnarsáttmála en svíkja svo stjórnarsáttmálan. Í því efni skiptir engu máli þó með því sé viðkomandi að standa við stefnu flokks síns. Ef hann var ekki sáttur við það ákvæði stjórnarsáttmálans að sækja um aðild að ESB þá átti hann ekki að samþykkja stjórnarsáttmálann og þaðan af síður að taka sæti í ríkisstjórn mydaðri á grunvelli þess stjórnarsáttmála.

Jón Bjarnason er eitt af ömurlegri og ómerkilegri dæmum um óheiðarlega þingmenn á Alþingi í dag.

Sigurður M Grétarsson, 27.8.2012 kl. 21:58

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Örn Jónsson. Það er ekki stjórnarflokkunum að kenna að þjóðaratkvæðagreiðslan um aðildarsamning að ESB sé aðeins ráðgefandi en ekki bindandi. Ástæðan fyrir því er sú að stjórnarskráin heimilar ekki bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Til að breyta stjórnarskránni þarf Alþingi að samþykkja breytinguna tvisvar með Alþingiskosningum á milli samþykkta Alþingis.

Þegar núverandi ríksstjórnarflokkar mynduðu minnihlutastjórn á fyrir þingkosningarnar 2009 gerðu þeir tilraun til að fá samþykkt Alþingis fyrir þeirri breytingu á stjórnarskránni að hún heimilaði bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Hefði það náðst í gegn hefði verið hægt að samþykja þá breytingu aftur eftir kosningar og þar með að boða til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning að ESB. Það voru hins vegar þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem komu í veg fyrir að þetta næðist fram með málþófi á þeim tíma sem brýnt var að ná mikilvægum lagabreytingum í gegn til að taka á afleiðingum hrunsins.

Það er því Sjálfstæðisflokkurinn sem ber 100% ábyrgðina af því að þjóðaratkvæðagreiðslan um aðild að ESB verður ráðgefandi en ekki bindandi. Stjórnarflokkarnir bera ekki ábyrgðina af því. Þeir reyndu að ná fram bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu en náðu því ekki fram vegna málþófs þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Þrátt fyrir þetta er alveg ljóst að það verður þjóðin sem ræður þessu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ullkomlega óraunhæft að ríkisstjórnin geti komið Íslandi inn í ESB þrátt fyrir að aðild verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Um þetta hef ég skrifað á bloggsíðu minni og má sjá það hér:

http://siggimaggi.blog.is/blog/siggimaggi/entry/1247296/#comments

Ætli það sé ekki meiri hætta á því að Alþingi felli aðildarsamning við ESB þó hún verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég veit ekki betur en að það hafi að minnsta kosti tveir þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna lýst því yfir að þeir ætli að greiða atkvæði á móti aðildarsamningi þó hann verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er vart hægt að hugsa sér meiri lítislvirðingu við lýðræðið og kjósendur en slíkt.

Sigurður M Grétarsson, 27.8.2012 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 818123

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband